Leita í fréttum mbl.is

Nú skal hamarinn þyngdur og sigðin brýnd sem aldrei fyrr.

Landsfundi VG er lokið og síbrotaráðherran Svandís Svavarsdóttir var kjörinn formaður. Líkur eru á að við lok ríkisstjórnarsamstarfsins falli dómur vegna embættisafglapa hennar, sem muni kosta skattgreiðendur milljarða. 

Nýkjörni formaðurinn var að vonum glöð yfir frama sínum og boðar að nú skuli hamarinn þyngdur og sigðin brýnd sem aldrei fyrr til að koma auðvaldinu á kné og koma í veg fyrir samkeppni. Þess í stað skuli auka skattheimtu, þó ekki sé sérstaklega getið til hvers. Vinstri öfgaflokkur eins og VG á aldrei í vanda með að eyða annarra manna fé.

Já og ríkisstjórnina segur VG mega skröngla fram á vor náist samstaða um óræðar frekari áhugamál VG. 

Ríkisstjórnin hefur setið í tæp 8 ár. Í upphafi samstarfsins komu flokkarnir sér saman um málefnasamning, sem síðan var endurnýjaður með breytingum í upphafi þessa kjörtímabils. Hann var síðan enn og aftur ritrýndur og um hluti samið þegar Katrín ætlaði að verða forseti og Bjarni Benediktsson tók við. 

Ef til vill væri gott að nýr formaður VG horfði í spegil og svaraði þeirri spurningu ærlega hvað væri helsta vandamál ríkisstjórnarinnar. Heiðarlegt svar væri frekja og yfirgangur VG í stjórnarsamstarfinu ekki síst hennar sjálfrar. 

Með sama hætti mætti forsætisráðherra horfa í spegil og spyrja hve lengi enn ætlið þið í VG að misbjóða þolinmæði vorri, eins og ræðusnillingurinn Cicero í hinni fornu Rómaborg mælti, til helsta misyndismannsins í rómverska senatinu um 50 fyrir Krist.

En hættan er sú að forsætisráðherra láti enn og aftur bullið og ruglið í þessum öfgavinstri flokk yfir sig ganga eins og ekkert sé og rýri þar með kapítal eigin flokks enþá meira. 

Það er þegar allt of langt gengið í þjónkun við VG og segja má að ríkisstjórn Bjarna Ben hefði átt fyrir löngu að segja það sem Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra Framsóknar sagði árið 1958 "innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um neitt sem máli skiptir" og sagði síðan af sér.  Samstaða innan þessarar ríkisstjórnar um það sem máli skiptir hefur ekki verið til staðar lengi. Slíkar ríkisstjórnir eiga að víkja því þær eru ekki á vetur setjandi.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1256
  • Sl. sólarhring: 1275
  • Sl. viku: 7062
  • Frá upphafi: 2388747

Annað

  • Innlit í dag: 1151
  • Innlit sl. viku: 6568
  • Gestir í dag: 1052
  • IP-tölur í dag: 1009

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband