Leita í fréttum mbl.is

Viðurstyggilegur glæpur

Í dag er ár liðið frá einu hræðilegasta grimmdarverki og hryðjuverki sem framið hefur verið. 1.200 manns voru myrt og 251 tekin í gíslingu af hryðjuverkasveitum Hamas allt vegna þess að þau voru Gyðingar. Mesta mannfall Gyðinga frá tímum "Helfararinnar" Ungabörn voru steikt í ofnum og einstaklingar og fjölskyldur brenndar lifandi. Þetta fólk hafði ekkert til saka unnið annað en að tilheyra ákveðnum kynþætti. Árásin var algerlega rasísk.

Konum var hópnauðgað og flestar myrtar síðan og lík þeirra svívirt eins og raunar flestra sem drepnir voru. Hamas liðarnir sem framkvæmdu þennan hrylling voru svo stolltir að þeir hringdu í mömmu eða pabba og sendu myndir af svívirtum líkum Gyðinga, stoltir yfir hryðjuverki sínu. Við skulum minnast þessa í dag. Þessa hroðalega hryðjuverks samtaka sem berst opinberlega fyrir þjóðarmorði á Gyðingum. Öllum Gyðingum hvar svo sem þeir eru.

Ekið var með lík sumra kvenna sem hafði verið nauðgað og líkin svívirt um götur Gasa borgar og þar skyrpti fólk á líkin og lét sér vel líka viðbjóðurinn og hryllingurinn.

Varnarsveitir Ísrael gripu að sjálfsögðu til vopna til að verja land og þjóð. Við skulum muna að stríðið á Gasa er ekki vegna þess að Ísrael  hafi óskað eftir því. Það er háð af brýnni nauðsyn, þjóðar sem veit að ef hún sýnir ekki styrkleika verður henni útrýmt.

Hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah (stjórnmálaflokkur Guðs) hafa það bæði á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga, karla, konur og börn hvar svo sem þeir finnast. Þegar talað er um þjóðarmorð þá er það yfirlýst stefna þessara samtaka að fremja þjóðarmorð á Gyðingum. Það er því argasta öfugmæli þegar því er haldið fram að Ísrael í sinni varnarbaráttu sé að framkvæma þjóðarmorð. Því fer fjarri.

Varnarsveitir Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum með því að sýna styrk og reynt til hins ítrasta að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða deyji.  Í því sambandi er athyglisvert að skoða íslenska fréttamiðla einkum RÚV. Aldrei segir sú fréttastofa að rúmlega 18 þúsund liðsmenn Hamas hafi fallið í átökunum. Þvert á móti er látið líta svo út sem allir þeir sem falla á Gasa séu konur, börn og gamalmenni. Afbökun staðreynda hjá RÚV er algjör.

Hamas liðar eins og Hesbollah skæruliðar telja það málstað sínum til stuðnings að sem flestir óbreyttir borgarar falli og þeir hafa því komið stjórnstöðvum sínum  og skotpöllum fyrir undir sjúkrahúsum, barnaleikvöllum, skólum og í fjölbýlishúsum til að nota íbúa á Gasa sem mannlega skildi fyrir sig. Til að verjast og geta farið úr einu hverfi í annað hafa Hamas liðar gert göng undir Gasa sem eru lengri en allt neðanjarðar lestarkerfið í Lundúnum. Já og það er allt gert fyrir mannúðar aðstoð frá Vesturlöndum.

Það er verið að fást við harðsvíruðustu hryðjuverkahópa í heimi verri en ÍSIS og Al Kaída.

Hesbollah er talið hafa um 100 þúsund vígamenn og 150 þúsund eldflaugar. Þeir hafa skotið þeim á Ísrael eftir hentugleikum þeirra og mikill fjöldi íbúa í norður Ísrael þurftu að yfirgefa heimili sín í upphafi átakanna, en RÚV og vestrænir fréttamiðlar segja aldrei frá því. 

 

Það er nánast ótrúlegt að svo margir á Vesturlöndum skuli ekki sjá þennan einfalda veruleika sem blasir við í baráttunni við þessi hryðjuverkasamtök sem gerð eru út af klerkastjórninni í Íran þar sem konur eru drepnar fyrir að hafa hár sitt ekki hulið.  

Það er líka ótrúlegt að fólk á Veturlöndum skuli veifa fána Hamas og kyrja möntruna þeirra frá ánni til sjávar sem þýðir í raun drepum alla Gyðinga. Slíkt á ekki að líðast, það er rasismi af verstu sort. 

Einkar athyglivert hefur verið að fylgjast með því að allan þann tíma sem að Ísraelsmenn hafa staðið í varnaraðgerðum vegna þeirra árása sem gerð hefur verið á þá, hafa vestrænir stjónmálamenn hamast við að þrýsta á þá að gera vopnahlé. Vopnahlé, sem er eingöngu í þágu hryðjuverkahópanna og mundi leiða til þess að Hamas gæti náð að vígvæðist á nýjan leik og fremja ný hryðjuverk. 

Við getum ekki liðið hryðjuverkahópa, sem hafa þjóðarmorð á stefnuskrá sinni. Biden er því miður úr takt við raunveruleikann í þessu máli sem svo mörgum öðrum. En fátt hefur sýnt jafn mikinn veikleika og aumingjaskap og framganga Biden stjórnarinnar í þessu máli. Af hverju studdu þeir ekki bandamenn sína Ísrael þegar Íran hefur látið sprengjum rigna yfir Ísrael og sýndu klerkastjórninni að þetta yrði ekki liðið og hvað með Hútana í Yemen sem Klerkastjórnin í Íran vígvæðir. Af hverju er þeim ekki svarað. Þeir hika þó ekki við að ráðast gegn öllu vestrænu. 

Þess vegna er svo dapurlegt að sjá ungt fólk samsama sig með hryðjuverkahópunum sem ætla að útrýma Gyðingum, en felstir þeirra munu ná áttum þegar aldurinn færist yfir. Það er verra með stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum, sem neita að horfast í augu við hvað er að etja og skyldu okkar til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum og nauðsyn þess fyrir okkur að sú varnarlína sem Gyðingar reisa í Ísrael gegn hryðjuverkaöflunum bresti ekki og færist til Evrópu. En það gerist bili sú brjóstvörn og hetjuskapur og hreysti, sem Ísrael sýnir núna. 

Í dag skulum við minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárás Hamas og við skulum líka minnast þess af hverju Varnarsveitir Ísrael þurfa að standa í bóðugum mannskæðum átökum við hryðjuverkahópa. 

Stöndum með Ísrael gegn rasísku hryðjuverka- og öfgaöflunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þökk fyrir þessa frábæru og sönnu umfjöllun þína um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, á þessum degi sorgar í Ísrael og reyndar heiminum öllum.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.10.2024 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 361
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 4408
  • Frá upphafi: 2427252

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 4088
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband