Leita í fréttum mbl.is

Stolt þjóð

Samfylkingin hefur tekið sér vígorðið "Sterk velferð stolt þjóð." Svo illa er komið fyrir hluta stuðningsmanna flokksins, að þeir mega ekki heyra á það minnst, að íslendingar séu stolt þjóð.

Svo merkilegt sem það kann að vera, þá er allt of stór hluti vinstra fólks á Íslandi rofinn úr tengslum við íslenskan veruleika og lítur íslenska arfleifð og menningu hornauga og sumir úr þeirra hópi ganga jafnvel svo langt að vilja skipta um þjóð í landinu til að tryggja að að engin ættjarðarást eða ættjarðarvitund þrífist. 

Nú hefur það ekki alltaf verið svo að vinstra fólk hafi haft horn í síðu íslensks þjóðernis og menningu.  

Sá merki kennimaður Sigurbjörn Einarsson biskup var vinstri sinnaður á yngri árum, en samt stoltur þjóðernissinni. Hann sagði m.a.

"Ættjarðarást sem hverjum  heilbrigðum manni er í blóð borin, á að leiða til þjóðrækni og þjóðhollustu." Einnig:

"Megi hver kynslóð Íslands meta svo gengin spor og líf sitt að hún verðskuldi virðingu forfeðra sinna og þakkir niðja sinna". og loks:

"Hollur metnaður fyrir hönd þjóðar sinnar niðurlægir enga aðra þjóð."

Við eigum að hafa metnað fyrir hönd þjóðarinnar og vinna að því að hún nái sem bestum árangri og sé öðrum þjóðum fyrirmynd þannig að við getum verið stolt þjóð. 

Hvaða ættjarðarlausu bjánar eru það, sem eru ekki stoltir yfir því þegar íslenskur vísindamaður, listamaður eða íþróttamaður gerir garðinn frægan og skarar fram úr eða landslið í íþróttum.

Það er hollur óeigingjarn metnaður að vilja sjá sem flesta íslendinga skara fram úr svo að við getum verið stolt þjóð sem byggir á eigin þjóðmenningu, dugnaði og framtíðarsýn, sem hefur fært okkur sjálfstæði og ein bestu lífskjör í veröldinni.

Eða er eitthvað unnið við það að hér sé hnípinn þjóð í vanda? Er það sá veruleiki sem vinstra fólk á Íslandi vill sjá?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 338
  • Sl. sólarhring: 739
  • Sl. viku: 5151
  • Frá upphafi: 2395705

Annað

  • Innlit í dag: 329
  • Innlit sl. viku: 4841
  • Gestir í dag: 320
  • IP-tölur í dag: 316

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband