Leita í fréttum mbl.is

Óeðlileg afskipti af kosningum

Breski Verkamannaflokkurinn hefur sent yfir 100 manns til að vinna að kjöri Kamillu Harris til forseta Bandaríkjanna. 

Með þessu er breski Verkamannaflokkurinn að hafa óeðlileg afskipti af kosningu í öðru ríki já og það í annarri heimsálfu.

Er hægt að líða það og samþykkja að erlend ríki geti og megi styrkja stjórnmálaflokka eða einstaka frambjóðendur annarra ríkja hvort heldur sem er með fjárframlögum eða vinnuframlagi?

Við sem fámenn þjóð sem gætum átt það á hættu ef afskipti erlendra stjórnmálaflokka og auðmanna eru talin afsakanleg, að þessir erlendu aðilar stýrðu því og réðu hverjir væru í framboði, en það ætti að reynast þeim tiltölulega auðvelt í prófkjörsflokkunum og síðan að bera fé á fólk með einum eða öðrum hætti til að ná fram því markmiði að þeirra frambjóðendur yrðu kjörnir. 

Þessi afskipti breskra sósíalista af forstakosningum í Bandaríkjunum sýna, að við þurfum að setja ákveðnar leikreglur sem koma í veg fyrir það, að erlend stjórnmálaöfl,auðhringir og auðmenn hafi heimild til að hafa afskipti af kosningum hér á landi. 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 1120
  • Sl. sólarhring: 1164
  • Sl. viku: 6676
  • Frá upphafi: 2397301

Annað

  • Innlit í dag: 1050
  • Innlit sl. viku: 6275
  • Gestir í dag: 965
  • IP-tölur í dag: 919

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband