Leita í fréttum mbl.is

Lögbundið ekki valkvætt

Þingmenn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu kosnir á þing fyrir kjördæmi utan þess fá ríflega oft ómaklega húsnæðisstyrki auk annarra fríðinda. Af hverju ættu Jakob Frímann og Sigmundur Davíð, báðir búsettir  í kjarna höfuðborgarinnar að fá milljónir á ári vegna þess eins að vera kjörnir á þing fyrir norðausturkjördæmi. Eða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, búsett í Kópavogi að fá milljónir sem þingmaður Akraness?

Allt er þetta fráleitt. Af hverju ætti Þórdís, Jakob og Sigmundur öll búsett í kjarna höfuðborgarsvæðisins að fá margar milljónir á ári skattfrjálst umfram aðra þingmenn vegna búsetustyrkja sem landsbyggðarþingmenn? 

Þessu fólki er ljóst að þetta er ekki í lagi og þarna er verið að hafa rangt við. Þórdís Kolbrún segir að þessar greiðslur séu ekki valkvæðar heldur lögbundnar. Miðað við það sem hún ber fyrir sig, þá er henni og hefur verið ljóst, að þetta er óeðlilegt, en gerir ekkert til að leiðrétta óskapnaðinn. Þeir Jakob og Sigmundur þegja hinsvegar þunnu hljóði. Þingmönnum umfram aðra er ljóst, að lögum má breyta og sjái þeir ranglæti þá ber þeim skylda til að mæla fyrir breytingum.

Einkunarorð Sjálfstæðismanna hefur verið "Gjör rétt þol ei órétt" Í því felst, að teljum við eitthvað vera rangt, þá berjumst við fyrir breytingum. 

Það var skylda þeirra allra Jakobs, Sigmundar og Þórdísar Kolbrúnar að berjast fyrir því að þessum ólögum og óréttlæti gagnvart þjóðinni og samþingmönnum þeirra yrði breytt. En þau gerðu það ekki og sitja uppi  með Svarta Pétur í málinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

En Jón, kannski er þetta fólk bara þjófótt að upplagi. Þingmenn setja sjálfir lögin og verða að gæta sín að skara ekki eld að eigin köku.

Örn Gunnlaugsson, 19.10.2024 kl. 13:24

2 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Það er algjörlega komin tími til að stokka þetta kerfi og laun ráðherra,þessi gífurleg laun og hlunnindi. Þetta er komið út í það, þeir sem sækjast eftir því að komast í ráðherra stöður eða inn á Alþingi, eru bara að gera þetta út af þægilegri innivinnu og laununum sem þessu fylgir. Þetta folk er ekki að hugsa um hagsmuni þjoðarinnar eða fólkinu í landinu. Þetta er ekki lengur Alþingi. Þetta eru hagsmunasamtök og spilling á kostnað skattgreiðanda. Sjáum bara núna. Þá eru a.m.k 3 einstaklingar sem hafa hætt við að fylgja sínum flokki og fært sig yfir í annanm flokk þar sem möguleikarnir eru betri á  að komast inn á Alþingi, allt peninganna vegna.Við þurfum að snarlækka þessi laun og hlunnindi þessara ráðamanna og fá fólk í þessar stöður,sem virkilega vilja vinna fyrir flókið í landinu, burtséð frá laununum.Hvað með fólkið sem keyrir inn til Reykjavíkur. Á það rétt að fá margar milljónir á ári fyrir það eitt að búa ekki í Reykjavík ?

Haraldur G Borgfjörð, 19.10.2024 kl. 17:38

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég tek ekki undir það að þingmenn séu þjófóttir að upplagi. Stundum verður fólki líka á mistök. En ætlast verður til þess af æðstu stjórnendum landsins, að það sé ekki í fráleitir og vítaverðri sjálftöku á fölskum forsendum. 

Jón Magnússon, 20.10.2024 kl. 09:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er heldur betur rétt hjá þér Haraldur, að stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa staðið að óeðlilegri sjálftöku og launahækkunum. Þingið er þó hátíð miðað við ýmsar sveitarstjórnir. Sjáðu t.d. Reykjavíkurborg, þar sem fyrsti varamaður fær laun þó hann geri ekki neitt. Fyrir utan öll launin í nefndum borgarinnar. Þingmenn fá ekki laun fyrir setu í þingnefndum nema nefndarformaður, sem er ný sporsla.

Jón Magnússon, 20.10.2024 kl. 09:27

5 identicon

Er það ekki bara best að selja alþingishúsið og þingmenn sitja í staðinn fyrir framan tölvuna heima og flyja ræður og greiða atkvæði á netinu. Kominn tími á að nýta tæknina.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.10.2024 kl. 09:53

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jón, ég set þá ekki alla undir sama hatt en þeir sem misnota aðstöðu sína í eiginhagnaðarskyni hafa eitthvað farið út af brautinni. Ég vil líka setja spurningamerki við hvort rétt sé að viðkomandi bjóði sig fram í öðru kjördæmi en hann á lögheimili í.

Örn Gunnlaugsson, 20.10.2024 kl. 12:50

7 Smámynd: Jón Magnússon

Örn Gunnlaugsson við erum sammála um þetta. 

Jón Magnússon, 20.10.2024 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 213
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4429
  • Frá upphafi: 2450127

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 4123
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband