Leita í fréttum mbl.is

10 milljarðar

Stjórnmálaflokkarnir hafa fengið í heild 10 milljarða af peningum skattborgaranna síðustu 14 árin. Þeir stóðu allir að lagasetningu um að þeir mættu láta greipar sópa um almannafé. 

Í tímans rás hafa styrkir til flokkanna farið hækkandiþ Þessi sjálftaka stjórnmálaflokkana er spilling, sem ekki ætti að líða. 

Stjórnmálamennirnir eru samstíga um að taka fé almennings í eigin þágu og véla sjálfir um það hversu háir styrkirnir eiga að vera. Flestir ættu að sjá að það er með öllu óeðlilegt að stjórnmálamennirnir sjálfir ákveði hvað þeir geti tekið mikið fyrir sig sjálfa af peningum almennings.

Ef verið er að styrkja stjórnmálaflokka á annað borð þá ætti fyrirkomulag styrkveitinga til þeirra að heyra undir aðra aðila en þá sjálfa. 

Ekki nóg með það heldur njóta framboð sem fá 2.5% fylgi verulega styrki. Sósíalistaflokkur Gunnars Smára hefur fengið 84 milljónir af ríkisins fé fyrir að hafa náð því fylgi.

Hvert sem litið er varðandi styrki til stjórnmálaflokka og framboða blasir hið óeðlilega við. Nú er svo komið að hvaða framboð sem er geta sótt um 4.5 milljón króna kosningastyrk. 

Nú er svo komið eins og einn vinur minn sagði að það gæti verið álitlegur fjárfestingakostur að stofna stjórnmálaflokk í þeirri von að hann nái 2.5% markinu það þarf hvort eð er ekkert að leggja út kosningastyrkinn mætti nota til að ná markinu. Svo geta aðstandenur skipt á milli sín 100 milljónum eða meiru á næsta kjörtímabili.

Er ekki kominn tími til að taka í taumana og afnema þessa spillingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband