Leita í fréttum mbl.is

Það þarf að gera eitthvað

Þegar eitthvað virkar ekki nægjanlega vel eða mistekst, hrópa fjölmiðlar og taugaveiklaðir stjórnmálamenn stíga fram og krefjast aðgerða. Ráðherra sem málið heyrir undir mætir fyrstur til að gera grein fyrir því hvað hann sinni málinu vel, þó eitthvað hafi farið úrskeiðis. 

Taugaveikluðu stjórnmálamennirnir hrópa á aðgerðir, ný lög, rannsóknir, nýjar nefndir, heimildaskýrslur eitt af þessu eða allt saman. Við verðum að gera eitthvað er vígorðið. Þetta eitthvað er hugsanlega ekki til og það kann svo að vera að það sé ekki á valdi stjórnmálamanna að gera neitt í málinu eins og þegar náttúruvá sækir að.

Það er hins vegar eðli stjórnmálamanna að þykjast geta gert eitthvað í öllum málum. Þessi ástríða stjórnmálamanna vex eftir því sem þá skortir meira hugmyndafræðilega þekkingu og hugsjónir byggðar á þeim. Sé slíkri þekkingu ekki fyrir að fara eða hugmyndafræðilegu akkeri er allt fallt og allt skal gera á kostnað skattgreiðenda.

Á Íslandi í dag skortir verulega á hugsjónalega festu og m.a. þessvegna er það ekkert mál fyrir stefnulitla stjórnmálamenn að reyna að gera allt í stað þess að forgangsraða. Ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla og það er flotið sofandi að feigðarósi. 

Í sjálfu sér er það ekkert nýtt að ríkishyggjan taki skynsemina frá hugsjónalitlum stjórnmálamönnum og þá er haldið áfram siglingunni gegn frjálsa markaðnum og seilst dýpra og dýpra í vasa almennings auk þess sem framtíðin börnin okkar og barnabörn eru skattlögð með því að stjórnmálamenn taka lán sem þeim er gert að endurgreiða. 

Hætt er við að þessi óheillaþróun sæki á af auknum þunga eftir því sem fleiri stjórnmálamenn eru valdir vegna frægðar og fríðleika í stað þess að hafa staðið fyrir einhverju sem skiptir máli í póltík.  Frægir og fríðir stjórnmálamenn geta vissulega verið þeir bestu,en eingöngu þegar þeir hafa hugmyndafræðilegt akkeri og láta ekki hvaða goluþyt sem er feikja sér frá því sem þeir ætla sér. 

Mikilvægasta spurningin varðandi stjórnmálamann er ekki hver er hann heldur hvað ætlar hann að gera eða e.t.v.frekar hvað ætlar hann að losa ríkið og skattborgarana undan að gera.

Sparnaður er upphaf auðs segir máltækið og það á líka við í ríkisrekstri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott dæmi um upphróp stjórnmálamanna eru byggingar öldrunarheimila. Það er ekki nóg. Okkur vantar fagfólk til að vinna með veika og lasburða öldunga. Hjálpar lítið að byggja um allt land ef enginn vill vinna í byggingunum. Útlendinga hópast í þessi störf, ýmist illa talandi eða ótalandi á íslensku. En það er ekki þeirra sök heldur vinnuveitenda.

Annað, við eigum að hverfa frá dýrum skrauthýsum þegar við byggjum öldrunarheimili. Slíkt hús á að vera einfalt, traust og ódýrt í byggingu en peningarnir eiga að fara í starfsfólk og búnað. Sagt er að heimilið á Húsavík kosti 80 milljarða. Í alvöru! er ekki hægt að byggja ódýrara húsnæði.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2024 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 4557
  • Frá upphafi: 2426427

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 4224
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband