Leita í fréttum mbl.is

Lengi skal Flokkinn reyna

Þeir sem fylgst hafa með skrifum mínum vita að ég hef verið andvígur stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og VG. Ég var sannfærður um það þegar það samstarf hófst að það gæti bara endað illa. Sú varð raunin. 

Forusta Sjálfstæðisflokksins brást í ýmsum mikilvægum málum,sem sér nú merki í fylgishruni Flokksins skv.skoðanakonnunum. Eðlilega spurja kjósendur hvort Sjálfstæðisflokknum sé treystandi. Í raun hvort honum sé treystandi fyrir því að framfylgja þeirri stefnu sem er forsenda tilveru Flokksins.

Mitt mat er að svo sé og Flokkurinn verði nú að setja fram stefnu, sem varða þau mál sem Sjálfstæðisflokkurinn lofar kjósendum að hvika ekki frá. Síðan verður að skerpa á stefnumótun Flokksins á næsta Landsfundi í febrúar og skipta um forustu.

Þegar horft er til hinna flokkana,þá sést, að Sjálfstæðisflokknum er enn sem fyrr best treystandi til að ná árangri í þeim málum sem við hægri menn teljum mikilvægust svo sem málefni hælisleitenda, skatta og umsvif hins opinbera.

Vegna þess hef ég ákveðið að verða við því boði að taka sæti á lista Flokksins í Reykjavík norður. Ekki til að sækjast eftir þingsæti heldur til að berjast fyrir þeim málum sem mér finnast mestu skipta fyrir hamingju og heill íslenskrar þjóðar,tungu hennar og sjálfstæðrar þjóðmenningar. Í því efni á Sjálfstæðisflokkurinn ekki jafningja þrátt fyrir allt.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.10.): 346
  • Sl. sólarhring: 1512
  • Sl. viku: 6868
  • Frá upphafi: 2408225

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 6444
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband