Leita í fréttum mbl.is

Þegar rökin skortir

Margir hafa reynt það að þegar á það skortir að fólk geti fært rök fyrir máli sínu, þá grípur það til þeirra varna að hengja  merkimiða á andmælendur sína. Fáir kunna þá list betur en stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson, sem hefur tapað fleiri málum fyrir rétti en flestir aðrir núlifandi lögmenn.

Í pistli sem hann skrifar, þá vandræðast hann með  að mér skuli hafa verið boðið sæti á lista Sjálfsæðisflokksins í Reykjavík norður og hengir á mig miða rasisma,Íslamsandúðar og transfóbíu. 

Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða enda mátt þola þá á annan áratug. Staðreyndin er hinsvegar sú að hefði verið tekið á hælisleitendamálum eins og ég hef lagt til m.a. með tillögu á Landsfundi 2015,þá væru engin vandamál hvað það varðar og útgjöld ríkisins í þann málaflokk væru nú um 50 milljörðum lægri á ári. 

Varðandi meinta transfóbíu þá er sú nafngift röng. Ég hef hinsvegar sömu skoðun í þeim málum og höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rawlings  Svo því sé síðan bætt við sömu skoðun á lögunum um kynrænt sjálfræði og breska ríkisstjórnin, sem hafnaði að staðfesta slíka bullöggjöf frá skoska þinginu.

Þannig fellur allt um sjálft sig í málflutningi Sveins Andra og það ekki í fyrsta skipti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón, það er ekki víst að Sveinn Andri skilji hugtakið "rasismi" sem vísar til kynþáttahyggju. Ég hef tekið eftir að hann tjáir sig um hluti sem hann hefur ekki haft fyrir að kynna sér. Þetta á við um gjaldmiðla, vexti o.fl. - Og nú kynþáttahyggju.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 29.10.2024 kl. 14:21

2 identicon

Velkist einhver í vafa um hvaða mál J.K. Rowling berst fyrir þá er þetta baráttumálin.

1. Trans-konur eru karlmenn sem skilgreina sig sem konur.

2. Trans-konur eiga ekki heima í kvennafangelsum.

3. Trans-konur eiga ekki heima í kvennaíþróttum.

4. Trans-konur eiga ekki heima í kvennaathvörfum.

5.Trans-konur eiga ekkert erindi inn í búnings- og baðklefa kvenna.

6. Trans-konur hafa ekkert með að ganga á mannréttindi kvenna.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2024 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 37
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 4253
  • Frá upphafi: 2449951

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 3964
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband