10.11.2024 | 21:54
Ofstjórnarsamfélgið
Ýmsir stjórnmálaflokkar hafa bæði hér á landi og í Evrópu reynt að byggja upp ofstjórnarsamfélög á grundvelli hræðsluáróðurs og ofbeldis. Krafist er hlýðni við hina einu réttu skoðun og þeir sem óhlýðnast hafa verra af. Þetta er hugmyndafræði allsherjarríkisins sem fasistaforinginn Benito Mussolini talaði fyrir á síðustu öld og kommúnista- og sósíalistaflokkar hafa síðan tileinkað sér.
Undanfarna 3 áratugi hefur verið haldið uppi linnulausum áróðri um að allt sé að farast vegna hlýnunar jarðar. Ekkert af þeim spádómum sem settir hafa verið fram í því sambandi þessa þrjá áratugi um hamfarahlýnun hafa reynst réttir öðru nær. En á grundvelli þessa hræðsluáróður hefur ríkisvaldið hækkað skatta, sem bitna verst á neytendum og boða víðtæk bönn við eðlilegum lífsháttum.
Nú hafa tveir stjórnmálaflokkar, Samfylking og Viðreisn tekið að sér að yfirbjóða VG og Pírata í dellumakeríinu varðandi viðbrögð við meintri hnattrænni hlýnun. Formenn Viðreisnar og Samfylkingar lýsa því yfir að þær vilji banna nýskráningu bensín og díselbíla á næsta ári takk fyrir.
Manni verður nánast orða vant þegar maður heyrir svona algjöra dellupólitík. Af hverju á að beita valdi ríkisins til að banna notkun á hagkvæmasta bifreiðaeldsneytinu? Mun þetta bann hafa einhver afgerandi áhrif á losun kolefnislofttegunda í heiminum? Að sjálfsögðu ekki.
Hvað er það þá, sem hefur gert þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Kristrúnu Mjöll Frostadóttur formann Samfylkingarinnar svona snargalnar að láta sér detta í hug að ætla að banna nýskráningar bensín- og díselbíla á næsta ári?
Svarið er dyggðaflöggun og vilji til valdbeitingar gagnvart almennum borgurum. Þar sem spurningin um nýskráningu bensín og díselbíla hér á landi hefur engin áhrif á eitt eða neitt í veröldinni, þá er þetta ein alvarlegasta birtingarmynd ofstjórnar og valdbeitingar gagnvart neysluvenjum venjulegs fólks sem heyrst hefur.
Stjórnmálamenn sem svona tala og hugsa hika ekki við að setja reglur um að hver borgari skuli að viðlagðri ábyrgð að lögum einungis borða skv. matseðli frá Lýðheilsustofnun ríkisins. Já og það sem rætt hefur verið að hver borgari fái ákveðinn kvóta til að ferðast í flugvélum t.d. eina flugferð á ári á meðan elítan flýgur óhindrað á einkaþotunum sínum.
Óneitanlega finnst manni það miður, að stjórnmálaleiðtogar flokka sem hingað til hefur mátt ætla að væru miðvinstri flokkar eru svona gjörsamlega rofnir úr tengslum við grundvallarreglur um frelsi einstaklingsins og borgaraleg réttindi, að þeim finnst í lagi að beita ofstjórnarvaldi sínum með þeim hætti,sem eingöngu einræðisstjórnir hafa hingað til látið sér detta í hug.
Þessar yfirlýsingar formanna Viðreisnar og Samfylkingar sýna að þeim er ekki treystandi til að tryggja lágmarksfrelsi einstaklinganna til að lifa lífinu að eigin geðþótta skv. eðlilegum hófstilltum reglum réttarríkisins og lýðræðisþjóðfélagsins.
Vilja banna skráningu nýrra bensínbíla á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 750
- Sl. viku: 4515
- Frá upphafi: 2467466
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 4198
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Blessaður Jón.
Það er eins og mér þykir þú hafa gleymt einu atriði, ekki smáatriði, heldur lykilatriði, var það ekki núverandi umhverfisráðherra sem ætlaði að beita ofbeldi ráðstjórnarinnar með því að flýta banni á farartækjum sem nota jarðeldsneyti??
Eins heimskt og það er, í landi jökla og ísa, þá var það Guðlaugur Þór sem blés í þá forheimsku lúðra.
Ég er reyndar ekki sammála þér um augljósa hlýnun jarðar, en ég hygg samt að það þarf meiri firringu til að afneita henni, og fullyrða á sama tíma að meint ábyrgðarfólk hinnar íslensku forheimsku séu stjórnmálakonur sem hafa verið í stjórnarandstöðu frá því að elstu menn muna.
Mikið mætti málflutningur þerra vera öflugur til að skýra núverandi stefnu íslenskra stjórnvalda.
Í alvöru Jón, þú varst betri þegar þú varst bara þú.
Miklu betri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2024 kl. 02:09
Kæri vinur minn Ómar. Mér þykir gott að fá gagnrýni þína og vissulega er mikið til í því hjá þér, að menn sem hafa tekið að sér að vera málsvarar flokks eru heftari í umræðunni en ella. Þó að ég sé bara í sjötta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður og sé fjarri því að vera í námunda við þingsæti eða annað góðgæti og líti frekar á sæti mitt á listanum sem fórn af minni hálfu fyrir þjóð og Flokk, þá verða menn sem skipa sama flokk að vera samstíga svo langt sem það getur náð. Það er því sennilega rétt hjá þér að ég sé betri sem bara ég en ekki ég í kompaníi við allífið. En nú er verk að vinna.
Jón Magnússon, 11.11.2024 kl. 08:12
Já Jón, þetta er hárrétt, það þarf stundum að gera meir en gott þykir.
Vonandi muntu hafa áhrif til góðs á stefnu flokks þíns.
Eiga jafnvel þátt í að gera hann aftur að borgaralegum íhaldsflokki.
Sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2024 kl. 12:11
Menn gleymda að Fasisminn var í raun endurskoðun á Marxisma, í þeim tilgangi að tæla fólk til fylgis, því fram til 1920 fússuðu allir við Marxisma, eins með Trotsý útgáfuna sem Lenín notaði.
Fasismi er því Marxismi II.
Varðandi loftlagsmálin; ég heyrði eitt sinn þá fullyrðingu að engin tölfræði styddi áróðurinn um Loftlagsbreytingar af mannavöldum, og ég eyddi í kjölfarið talsverðum tíma næstu tvö árin í leit að mæligögnum og fann engin.
Hins vegar fann ég annað, og það er að allur sá áróður byggist á tölvulíkönum frá IPCC sem aldrei hafa staðist sem spálíkön, EN, aðalmálið er að Koltvísírings útskýringarnar standast enga eðlisfræði.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 11.11.2024 kl. 12:45
Þakka þér fyrir það Ómar. Ég hef viljað gera Sjálfstæðisflokkinn að frjálslyndum íhaldsflokki alla tíð með einni viðbót flokk sem vill mannúðlegt markaðshagkerfi samkeppni en ekki einokunar eða fákeppni.
Jón Magnússon, 11.11.2024 kl. 22:01
Þakka þér fyrir Guðjón algerlega sammála.
Jón Magnússon, 11.11.2024 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.