Leita í fréttum mbl.is

Hinir ráðsnjöllu

Ég átti þess kost að hlusta á allmarga frambjóðendur á vegferð minni í dag. Þeir áttu það sameiginlegt að draga hvern hérann á fætur öðrum upp úr hatti sínum þegar kom að lausn þjóðfélagsmála. 

Djúpríkið fékk fyrir ferðina, lausnir í vaxtamálum voru margvíslegar og áttu margar samleið með hugmyndafræði Íslam um vaxtatöku og kaþólsku kirkjunnar nokkuð fram á miðaldir. 

Eitt virtust þó þeir frambjóðendur sem ég gat hlustað á vera sammála um. Það var að nauðsyn bæri til að stórauka útgjöld ríkisins til hinna og þessara mála, en enginn setti fram, að nauðsyn bæri til að sína ráðdeild og sparsemi og forgangsraða svo hægt verði að lækka skatta. 

Sparnaður, hagsýni og ráðdeild á greinilega ekki upp á pallborðið jafnvel þó við séum búin að vera á eyðslufylleríi á annan áratug og höfum illa efni á frekari lántökum. 

Mér datt í hug við að hlusta á þetta,  það sem haft er eftir Winston Churchill, en á greinilega ekki við hjá okkur, þegar hann sagði:

Synd að það fólk sem kann ráð við öllum þjóðfélagsvandamálum skuli allt vera upptekið við að klippa fólk eða keyra leigubíla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sé ég uppástungur né ráðsnilld um hvað betur mætti fara á þessari blog færslu.

það var sagt í þinni kynslóð sem minni eigin að ef einhver hafði lítið sem ekkert til málanna að leggja þá ætti sá að halda kj.

En Ný kynslóð tekin við, uppalið aðalega af djúpríkinu og sú kynslóð heldur virkilega að það hafi eitthvað með vaxtastjórn að gera.

Er Seðlabanki ekki sjálfstæður?

Og hvers vegna?

Á sparnaður bara að ákvarðast af almenningi?

Hefur þú einhverja hugmynd hversu sóunin er mikil á fjármunum hjá ríki og bæjarfélögum?

Winston Churchill gat aldrei svarað fyrir um eða var sjálfsagt líklega aldrei spurður um hvernig hann eignaðist sitt herrasetur.

L (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 21:05

2 identicon

Í 48gr. Eru þingmenn eingöngu bundnir við sína eigin sannfæringu.

Hversu virkilega sterk er sannfæringin þegar þingmenn sem tilheyra stjórn framkvæmdavalds sem þeirra eigin þingflokks formenn fara með?

þrískipting valdsins?

Lýðræði?

Lýðgæði?

L. (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 4615
  • Frá upphafi: 2467566

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 4288
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband