Leita í fréttum mbl.is

Ég þori get og vil

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar skrifar snöfurmannlega grein í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir að sá andi sem svífur yfir vötnum hjá formanninum, sé sá sem kom fram í árdaga markvissrar kvennabaráttu 24.október 1975 undir vígorðunum: "Ég þori. Ég get. Ég vil, þá rímar efni greinarinnar illa við það,  þegar skoðað er hver skipar annað sætið á framboðslistanum og það er ekki beinlínis í anda framsækinnar kvennabaráttu að vera með Þórð Snæ í þriðja sætinu.

Kristrún nefnir réttilega að brýnasta úrlausnarefnið sé að fjölga íbúðum og það ætli hún að gera með ýmsum bráðaaðgerðum. Af sjálfu leiðir að hefði verið gætt að eðlilegu framboði byggingarlóða á undanförnum árum þyrfti ekki að koma til bráðaaðgerða og eignaupptöku á Airbnb húsnæði, sem formaðurinn boðar. 

Í öðru sæti listans sem Kristrún leiðir er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í áratug. Engum verður fremur um kennt öngþveitið í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu en Degi B. Eggertssyni. Hann vanrækti að brjóta land undir byggð og bjóða upp á byggingarlóðir í samræmi við þörfina. Vegna þeirrar vanrækslu bjó hann til húsnæðisskort. Dagur ber umfram aðra ábyrgð á okurverði á litlum og meðalstórum íbúðum,sem kemur í veg fyrir að ungt fólk í Reykjavík geti eignast þak yfir höfuðið. 

Margt er skynsamlegt í grein Kristrúnar um vexti og húsnæðismál, en hljómurinn í greininni verður holur þegar skoðað er hverjir eru í fleti með henni á framboðslistanum. Er líklegt að Samfylkingin með Dag B. Eggertsson leysi húsnæðisvanda Reykvíkinga eftir að hafa búið hann til?

Dagur hefur aldrei verið þekktur af að kunna til húsbygginga jafnvel ekki að endurgera bragga í Nauthólsvík svo sá skandall sé nú rifjaður upp.

Getur einhver búist við skynsamlegum aðgerðum í húsnæðismálum frá flokki sem er með Dag B. Eggertsson sem einn helsta forustumann?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Gróf tölfræðirýni sýnir að frá 1904 hafa að jafnaði 25 % kjósenda hafnað kosningakerfinu og þar með ríkisfélaginu sem viðheldur því, og ætla má að þessi fjórðungur kjósenda vill annarskonar kerfi og má vænta þess að þetta fólk sé meðvitað um innbyggða spillingu sem aldrei er mæld.

Miðað við þær kannanir sem hér eru ræddar, má gera ráð fyrir að þessi hópur fólks hafi tvöfaldast en eigi enga rödd, enga málsvara, engar samræður, hvað þá umræður.

Sé velt upp hvað í gangi hefur verið hérlendis, svo og í öllum hinum vestræna heimi síðan 2019, má velta fyrir sér hvort þessi hópur sé orðinn meðvitaður um misræmi á milli þess sem þeim er kennt í skólum og fjölmiðlum, annars vegar, og í veruleika efnahags og valdakerfa hins vegar.

Meðan íhugun af þessu tagi er "samsæriskenning" (eða miðalda dulspeki), mun ástandið versna, og gímaldið á milli elítu og almúga dýpka.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 5233
  • Frá upphafi: 2425867

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 4829
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 260

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband