Leita í fréttum mbl.is

Reynt að spá í spilin

Í dag birtust tvær skoðanakannanir vegna Alþingiskosninganna 30.nóv.n.k. Í könnun sem gerð er fyrir Mbl er svarhlutfall 52% en í könnun RÚV er það 48%. Það er því minni hluti aðspurðra sem svara hvað þeir ætli að kjósa. 

Þegar helmingur aðspurðra í skoðanakönnun gefur ekki upp hug sinn sýnir það mikla óvissu um úrslit kosninganna og ljóst, að þeir flokkar sem reka áhrifamestu kosningabaráttuna munu uppskera umfram það sem skoðanakannanir gefa þeim nú. 

Verulegur munur er á fylgi nokkurra flokka milli þessara kannana. Viðreisn með 22% fylgi í fyrri könnuninni en 15.5% skv.hinni. Sjálfstæðisflokkur mælist með 12% í fyrri könnuninni en 16.4% í hinni. VG mælist með 2.4% í þeirri fyrri en 4.1% í síðari. Ofangreindur munur er óeðlilegur þegar um kannanir er að ræða, sem teknar eru á sama tíma og svarhlutfall er svipað.

Skoðanakannanir geta verið stefnumótandi og því skiptir miklu að vandað sé til verka og fylstu hlutlægni gætt og viðurkenndra reglna. 

Sem innvígður og innmúraður Sjálfstæðismaður og frambjóðandi flokksins í Reykjavík norður vona ég að síðari könnunin, Gallup sýni réttari mynd af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Skv. Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn 16.4% fylgi, sem er afhroð, en engu að síður þolanlegra en niðurstaða fyrri könnunarinnar 12%. 

Það er hálfur mánuður til kosninga og nú eiga Sjálfstæðismenn að minnast þess sem ástsælasti leiðtogi flokksins Ólafur Thors, sagði eitt sinn fyrir kosningar þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann sagði:  "Ef við vinnum þá vinnum við en ef við vinnum ekki þá töpum við."  Mörgum fannst þetta kyndugt. En Ólafur bætti við og sagði ef við Sjálfstæðismenn látum hendur standa fram úr ermum og gerum allt sem við getum til að tryggja sem besta útkomu Flokksins í kosningunum þá vinnum við annars töpum við. 

Það fornkveðna gildir enn og það eru sóknarmöguleikar fyrir okkur Sjálfstæðisfólk,  þó að á brattann sé að sækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þegar upp vex stétt stjórnmálamanna sem hugsa meira um launin sín og ráðherrastóla þá er hætt við því að flokkarnir klofni, og kjósendur tvístrist. Í gamla daga var samstaðan ein af dyggðunum, ekki sú samstaða sem kom fram í Katrínarstjórninni, því þar var of miklu fórnað, en samstaðan innan Sjálfstæðisflokksins hélt fólkinu þar innanborðs. Þorgerður Katrín er kannski meira að hugsa um að fá eigin ráðherrastól en að það sé miklu betra fyrir landsmenn að vera í ESB. Sigmundur Davíð var að vísu í Framsókn, en til hans hefur einnig fylgið sópazt frá Sjálfstæðisflokknum, því Sigmundur Davíð er staðfastur í hugsjónum, en Bjarni Benediktsson leyfir femínistum innan flokksins að ráða og trúir á þesskonar sveigjanleika sem sumir kalla svik við stefnu flokksins.

Nú höfum við alltof marga flokka. Æ stærri hluti fólks er svo ráðvilltur að "úllen dúllen doff" aðferðin er kannski notuð í kjörklefunum, flokkarnir of svipaðir.

Nú er gerð tilraun með marga hægriflokka. Persónulega finnst mér Viðreisn vinstriflokkur. Einnig er hætt við því að Sigmundur Davíð eða Arnar Þór nái ekki árangri ef of mikið er um andstöðu frá öðrum flokkum. Þó finnst mér þeir mjög frambærilegir, og vonaði að Lýðræðisflokkurinn hans Arnars fengi mikið fylgi, en það hefur ekki gengið eftir.

Aftur á móti, ef við værum með 40% Sjálfstæðisflokk sem væri með góðan formann sem flestir væru ánægðir með, þá væri styrkurinn vafalaust meiri í hægristefnunni.

Ingólfur Sigurðsson, 15.11.2024 kl. 23:55

2 identicon

Flokkur sem þykist vera á móti ESB en með sōnnu hefur innbyrgt regluverk ESB eins og engin væri morgundagurinn.

Og aldrei hefur ríkis báknið stækkað eins mikið og í tíð Sjálfstæðisflokks.

Stalín er greinilega fyrirmyndin.

XD, nei takk!

L. (IP-tala skráð) 16.11.2024 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 67
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 2872
  • Frá upphafi: 2497806

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 2650
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband