Leita í fréttum mbl.is

Ef hún væri hvít

Kemi Badenoch þeldökkur innflytjandi frá Nígeríu, sem hefur getið sér gott orð í breskri stjórnmálabaráttu var nýlega kosin formaður breska Íhaldsflokksins vegna eigin verðleika. 

Badenoch berst fyrir hertum reglum varðandi hælisleitendur. Þessvegna saka pólitískir andstæðingar hana um að fylgja hvítri yfirráðahyggju (white supremacy)íklæddri svörtum haus. Kemi Badennoch lætur þessa gagnrýni í léttu rúmi liggja og segir að það sem hún boðar sé nauðsynlegt fyrir framtíð og öryggi Bretlands, en að sama skapi sé það ljóst að viðraði hvítt fólk þessar skoðanir þá yrði það  sakað um kynþáttahyggju.

Hælisleitandamálin hafa verið í algjöru uppnámi um árabil og það var fyrst með komu Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra sem vitrænir hlutir fóru að gerast til að ná stjórn á landamærunum. 

Guðrún Hafsteindóttir hefur fylgt eftir þeirri stefnu og bætt um betur. Bæði Guðrún og Jón Gunnarsson hafa mátt þola innihaldslausar árásir og brigslyrði um rasisma o.fl. vegna baráttu fyrir  nauðsynlegum aðgerðum fyrir land og þjóð. 

Nauðsyn er á enn hertari reglum,sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki komið fram meðan Framsóknarflokkurinn og VG sátu með honum í ríkisstjórn. Nú er ljóst að bæði Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins átta sig á mikilvægi þess að taka upp virka vörn á landamærunum. Öðrum flokkum er ekki treystandi. 

Nú reynir á. Reisa verður miðstöð fyrir hælisleitendur við Keflavíkurflugvöll til að tryggja betri úrræði við umfjöllun og brottvísun. Engin fjölskyldusameining má eiga sér stað nema að undangengnum DNA prófunum. Í framtíðinni á ekki að fjalla um umsóknir um vernd hér á landi meðan umsækjandi er í landinu. Í því efni eigum við að taka Ítali og danska sósíalista til fyrirmyndar. 

Hætt er við að hælis- og innflytjendamál lendi í algjörum handaskolum og valdi auknum erfiðleikum nái Samfylking og Viðreisn að verða kjölfesta íslenskra stjórnmála eftir kosningar. Það má ekki verða. 

Hvað svo sem líður brigslyrðum um rasisma og aðrar slæmar kenndir þá má það ekki hræða okkur frá að taka réttar ákvarðandi og gera þær kröfur, að þau sem eru komin hingað til að dvelja læri íslensku og tileinki sér íslensk lög og siði. Annað getur ekki gengið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði benti svo eftirminnanlega á þegar kristni var lögtekin árið 1000. 

Við getum ekki haft marga siði í okkar litla landi og við getum ekki endalaust lagt í kostnað vegna fólks sem hingað kemur,heimtar allt og hafnar því að aðlagast siðum og venjum okkar hvað þá að læra tungumálið eða leggja nokkuð til þjóðarbúsins.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 604
  • Sl. viku: 3552
  • Frá upphafi: 2450828

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 3271
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband