Leita í fréttum mbl.is

Mikill bísness og mikið fjör

Loftslagsráðstefnur eru að verulegu leyti hættar að snúast um loftslagsmál heldur bísness þeirra ofurríku, sem gera út á að ná þeim skattpeningum sem gagnrýnislausir stjórnmálamenn leggja á borgara sína vegna svonefndra aðgerða í loftslagsmálum.

Ekki þvælist fyrir neinum að ráðstefnan er háð í olíuríkinu Aserbajan, sem nýlega réðist á Armena og drápu mann og annan og lögðu undir sig mikið landssvæði. Þau landamæri voru ekki eins heilög og landamæri Úkraínu að mati Biden eða Þórdísar Kolbrúnar og morðingjarnir og landránsmennirnir í Bakú fengu að fara sínu fram.

Loftslagsráðstefnan byrjaði á því að forseti Aserbajan lýsti olíu og jarðgasi sem "gjöf frá Allah". Að sjálfsögðu fúlsar fólk ekki við Guðs gjöfum annað væri það nú og sjálfsagt syndamlegt í sumum þjóðfélögum. 

Flestir stjórnmálaleiðtogar heimsins voru fjarverandi. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji þessar kaupstefnur ekki svo merkilegar lengur að það þurfi að eyða tíma í þær. En viðskiptin blómsta sem aldrei fyrr enda eftir miklu að slægjast fyrir kauphéðna til að ná sem mestum peningum almennings í "græna" styrki m.a. til að dæla eitri niður í jörð á Íslandi eða henda trjákurli í sjó allt til að vinna gegn hnattrænni hlýnun og hér eru hundruðir eða þúsundir milljarða í húfi. 

 

Að sjálfsögðu láta fulltrúar og forustumenn helstu fyrirtækja sem framleiða og selja jarðefnaeldsneyti sig ekki vanta þar sem að það má heldur betur græða á vitleysunni. 

Svona er gerviveröldin. Undarlegt að íslenskir stjórnmálamenn skuli vilja búa í svona gerviveröld og leggja þunga skatta á í fólkið sem hækkar vöruverð og vexti. 

Eina rétta ákvörðunin er að taka ekki þátt í þessu sjónarspili lengur. Við höfum annað betra við peningana að gera en fórna þeim til lipurra kauphéðna sem eru eingöngu eftir peningum almennings. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þú ert nákvæmlega með kjarna málsins, varnir mannsins gegn hlýnun jarðar, hafa frá fyrsta degi verið í höndum kaupahéðna eins og þú orðar það.

Í stað þess að setja fjármuni í tæknibreytingar, raunhæfar tæknibreytingar eins og að minnka útblástur koltvísýrings við brennslu jarðeldsneytis, endurræsa kjarnorkuiðnaðinn og svo framvegis, þá varð baráttan að féþúfu glóbalauðsins, ásamt því að færa framleiðslu frá vesturlöndum í mengandi verksmiðjur hans í Asíu.

Afleiðingin er stöðnun og samdráttur, ásamt því að Evrópa þolir ekki lengur kuldatíð án þess að fátækari hluti samfélagsins eigi á hættu að krókna úr kulda.

Og það er ekki lengur falið hverjir standa að baki þessum vörnum, til háðungar loftslagstrúnaðinum eru ráðstefnur trúarbragðanna haldnar í olíuríkjum, skýrar er ekki hægt að segja;

Þið eruð bara auðtrúa fífl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2024 kl. 17:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Ómar þetta er mergurinn málsins.  Það er verið að hafa gríðarlega fjármuni af skattgreiðendum og neytendum sem renna beint í vasa þessara ofurauðugu, sem eru hver um annan þverann að sníða nýju fötin keisarans.

Jón Magnússon, 19.11.2024 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 2104
  • Frá upphafi: 2504891

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1984
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband