Leita í fréttum mbl.is

Er best að skipta um þjóð í landinu

Snorri Másson einn athyglisverðasti frambjóðandinn, talaði um lækkandi fæðingartíðni á framboðsfundi þar sem Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði að best væri að fá fleiri innflytjendur. Með öðrum orðum er ekki bara best að skipta um þjóð í landinu. 

Snorri benti þá á það augljósa. Ásmundur og hans líkar í pólitíkinni beita sér ekki fyrir því að ungt íslenskt fólk vilji eiga fleiri börn. Ummæli Ásmundar sýna hyldýpis vanþekkingu, sem talsfólki opinna landamæra er svo tamt.

Í fyrsta lagi er það röng ályktun að fólksfjöldi í landi þurfi alltaf að vera sá sami eða halda áfram að vaxa. Í Evrópu eru sum þéttbýlustu svæði jarðar. Ólíklegt er að lífsskilyrði í þessum löndum  batni ef fólksfjölgunin heldur áfram. Sama á við hér. Vilji til að viðhalda hægri fólksfjölgun væri skynsamlegri leið en að flytja inn fólk.

Ítrekað hafa skoðanir ungs fólks verið kannaðar í Evrópuríkjum vegna lágrar fæðingartíðni og hvað veldur. Ástæðan er ekki sú að fólk vilji ekki eiga fleiri börn heldur að það hefur áhyggjur af hvernig þeim farnist efnahagslega ef þau eiga fleiri en eitt barn og missa þar með verulegan hluta af tekjum annars makans.

Staðreyndin er sú, að það eru einkum tveir hópar fólks á okkar tímum sem eiga þrjú börn eða fleiri. Það eru hinir vellríku, og nýkomnir innflytjendur, sem koma frá þriðja heiminum. 

Þar sem það skortir ekki á það hjá ungu fólki að vilja eiga börn, en setja fyrir sig efnahagslegar ástæður, þá er viðfangsefnið að skapa skilyrði þess að fólk geti og vilji eignast börn. Lausnin er í sjálfu sér einföld. Það þarf að skapa þjóðfélag sem er það barnvænt að fólki sé ekki refsað með lakari lífsafkomu fyrir að eiga börn. 

Við skulum því refsa þeim stjórnmálamönnum sem sjá enga leið út úr neinum vanda nema skipta um þjóð í landinu en kjósa þá, sem hafa framtíðarsýn fyrir íslenska þjóð í eigin landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Afi vann hjá bænum.  Hann ók bókabílnum, og var stöðumælavörður, meðal annars.

Hann átti heimavinnandi eiginkonu og nokkra krakka og bjó í 150 fermetra einbýlishúsi á 2 hæðum með stórum garði og átti jeppa.

Í dag er enginn stöðumælavörður að fara að hafa efni á þessu.  Þetta er algerlega vandamál búið til af ríkinu, og mun ekkert lagast, bara versna.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2024 kl. 17:30

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Útskiptimenning (Replacement Culture) er einmitt eitt að helstu vopnum einnar öflugustu hugveitu Marxismans; Frankfúrt skólans. En það er nottla samsæriskenning, meðan fjölmiðlar Sannleikans hafna þessari rekjanlegu staðreynd ...

Guðjón E. Hreinberg, 20.11.2024 kl. 14:35

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég býð spenntur eftir heildar-útgáfu á speki Ásmunda Daða: "Hvernig skal ylja sér um tærnar með þvi að pissa í skóinn sinn og fleiri heilræði."

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2024 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 64
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1541
  • Frá upphafi: 2488159

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1410
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband