Leita í fréttum mbl.is

Við eigum að gera betur.

Ástandið árið 2022 í málefnum öryrkja var svo slæmt, að verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara(us) sagði að öryrkjar sem leituðru til us væru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að þeir gátu ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt. Brugðist var við af hálfu ríkisvaldins að nokkru leyti, sem bætti stöðuna, en betur má ef duga skal.

Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu.

Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir án þess að þurfa að þola verulegar skerðingar á greiðslum lífeyris til sín. Þar er  um ákveðið form á tvísköttun að ræða sem á ekki að líða. Aldraðir eiga að geta nýtt sér ævisparnað sinn til að kaupa það sem hugurinn girnist eða gefa sínum nánustu gjafir án þess að þola skerðingar á lífeyrisgreiðslum. 

Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna var samþykkt ályktun um velferðarmál aldraðra, sem mundi hafa í för með sér stórlega bættan hag aldraðra. Við berjumst fyrir því að Flokkurinn geri þá stefnu að sinni og munum ná því fram.

Ég hef bent á að gera ætti kröfu um að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru nánast allir hér ólöglega, sbr. 33.gr. útlendingalaga, upphaf hennar hljóðar svo: 

Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.

Þetta greiðir ríkisvaldið til vandalausra, á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu eða annan lúxus sem vandalausir fá.

Það er óásættanlegt að við gerum ekki betur við okkar minnstu bræður í hópi öryrkja og aldraðra en við erlenda hlaupastráka, sem eru hér ólöglega.  Vert er að minna á það fyrir þessar kosningar að allir flokkar vilja hafa þetta svona nema Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Lýðræðisflokkurinn. 

Við þurfum að varast vinstri slysin líka í boði Viðreisnar og greiða þeim flokkum atkvæði, sem hugsa um íslenska hagsmuni eigin þegna í eigin landi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær stimplar fólk sig út og hvenær stimplar fólk sig ekki út?

Á ríkið að heimta skatt af fólki sem sefur að nóttu eða degi, í sinni hvíld?

Á ríkið að innheimta skatt af lífeyris sparnaði?

Eiga skattleysismōrk að fylgja vísitölu?

Og þannig minnka hættu á launakröfum sem leiddu til meiri verðbólgu?

Sam/efling/hæfing?

Líklega aldrei að gerast.

Kapitalismi á Íslandi nærist nær eingöngu á því sem einhver annar hefur byggt upp, og samt kallast það kapítalismi 

L. (IP-tala skráð) 21.11.2024 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu manna heilastur Jón, mikið vildi ég að forystufólk í flokki þínum læsi skrif þín og tæki undir þau.  Og það gildir líka um forystufólk í öðrum flokkum.

Það vantar mannamálið inní kosningaumræðuna, það vantar skýrleikann, að hlutir séu settir í samhengi.

Líklegast er fátt átakanlegra að þú þurfir að koma að til að njóta þeirra grunnréttinda sem innlendum er lofað í lögum og reglum, en ekki fylgt eftir með fjárveitingum.  Og fólk sér ekki samhengið milli flokkanna sem lofa öllu fögru, en hafa það opin landamæri í forgang svo ekkert er eftir til skiptanna.

Eldri sjálfstæðismenn gegn miklu og góðu hlutverki í flokki þínum, þeir fá þá yngri til að hlusta og taka tillit til.  Máttur ykkar er viskan og reynslan, svona fyrir utan að hafa bara rétt fyrir ykkur.

Gangi ykkur allt í haginn með starf ykkar og megi sem flestir leggja ykkur lið. 

Með góðri kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2024 kl. 09:05

3 Smámynd: Ólafur Ágúst Hraundal

Heyr, heyr. 

Það er eitthvað mikið að þessu kerfi sem við búum við, það að okkar samlandar eru minna metnir en þeir sem leita sér hælis. Þetta er algjör skömm, og sýnir það stjórnleysi sem hefur átt sér stað í þessum málaflokk. Það er lágmark að þau sem eru búin að skila sínu geta notið ævikvöldanna án þess að vera velta fyrir sér hverri krónu. Húsnæðisvandinn er angi af sama stjórnleysi sem hefur fylgt þessum málaflokk. 

Það er kominn tími, að við sem þjóð stoppum þessa skaðlegu aumingja stefnu. 

Ólafur Ágúst Hraundal, 22.11.2024 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband