Leita í fréttum mbl.is

Við borgum ekki

Í lok loftslagsráðtefnu SÞ í ólíu- og ofbeldisríkinu Aserbajan er nú tekist á um hvort Vesturlönd eigi að borga 1.3 trilljónir dollara til þróunarlandanna vegna loftslagsbreytinga. Við eigum ekki að borga neitt af því. Annað eru svik við þjóðina.

Alltaf hefur þetta verið spurning um að draga peninga og samkeppnishæfni frá Vesturlöndum og yfirfæra til landa sem menga margfalt meira en við t.d. Kína, Indland og Indónesía. 

Glámskyggni stjórnmálamanna Vesturlanda er ótrúleg, en með afstöðu sinni draga þeir mátt úr framleiðslu og framleiðni í Evrópu, auka fátækt og sigla á auknum hraða í átt til ánauðar. 

Loftslagsmálin eru dæmi þar sem allir peningar til rannsókna á háskólasviði fara til að komast fyrirfram að þeirri niðurstöðu að allar loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og alslæmar. Engin önnur vísindaleg skoðun fær að komast að. 

Hugmyndin um að maðurinn ráði hitastigi jarðar hefur tekið völdin í háskólasamfélaginu og vei þeim fræðimanni sem talar með öðrum hætti. Hann missir alla styrki og er úthrópaður. 

Starfsmissir eða Berufsverbot eins og nasistarnir kölluðu það og beittu fyrstir af krafti er framkvæmt gagnvart öllum þeim sem leyfa sér að andæfa hinum eina sannleika háskólasamfélagsins, sem virðist ekkert hafa lært frá því á miðöldum þegar Kópernikus og Galilei voru ofsóttir og dæmdir fyrir að halda því fram að jörðin snérist í kringum sólina. 

Æðsta stjórn Evrópusambandsins hefur á stefnuskrá sinni að fórna lífskjörum og framtíðarmöguleikum Evrópu v loftslagsmála.

Helsti talsmaður þess félagsskapar hér á landi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill ganga enn lengra til að gera fólki lífið leitt og m.a. banna bensínbíla frá og með næsta ári og gera bændum illmögulegt að stunda starf sitt. Glæsileg framtíðarsýn?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 357
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 4404
  • Frá upphafi: 2427248

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 4084
  • Gestir í dag: 313
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband