Leita í fréttum mbl.is

Hvernig á að forgangsraða

Ég hlustaði á forstöðukonu stofnunar sem hefur með málefni barna og unglinga að gera. Fram kom, að brýn þörf væri fyrir viðbótarframlag rúmar 100 milljónir, til að aðstaðan fyrir börnin og unglingana yrði viðunandi. Í allri ríkishítinni upp á mörg hundruð milljarða, var í sjálfu sér ekki verið að fara fram á mikið til að standa undir lögboðinni starfsemi fyrir unga fólkið í landinu. 

Sama dag var viðtal við forstöðukonu íslensku sendinefndarinnar á loftslagsráðstefnu SÞ í Aserbajan. Hún harmaði að Vesturlönd skyldu ekki vera rausnarlegri við eyríki á suðurhveli vegna meints loftslagsvanda. En þau fóru fram á að Vesturlönd greiddu þeim 1.5 trilljónir dollara árlega. 300 milljarða dollara stuðningur  árlega var samþykktur og þá sýndu þessir styrkþegar Vesturlanda af sér fádæma dónaskap í stað þess að segja takk. 

Loftslagskona Íslands sagði af þessu tilefni, að við hefðum átt að gera betur og Ísland hefði vel getað lagt meira að mörkum. Framlagið til þessara bullloftslagsmála nemur samt tugum milljarða á ári þegar allt er talið.

Það er Alþingismanna að forgangsraða útgjöldum. Þeir ákveða hvort leggja eigi peninga til að sinna lögboðnum verkefnum í þágu íslenskra barna og ungmenna. Sumir vilja frekar borga til fólks í Suðurálfum á fölskum forsendum. Vandinn þar vegna meintrar hlýnunar er engin ólíkt því sem loftslagsprestarnir spáðu.

Við eigum valið hverja við kjósum. Viðreisn, VG, Samfylking og Sósíalistar hafa lagt sérstaka áherslu á auknar aðgerðir í loftslagsmálum. Viljir þú frekar styðja unga Ísland þá kemur ekki til greina fyrir þig að styðja Viðreisn, Samfylkingu, VG eða sósíalista.  Hvað þá Pírata.

Við eigum valið á laugardaginn að kjósa með hagsmunum sem skipta okkur máli í staðinn fyrir að henda peningum í rugl.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 564
  • Sl. sólarhring: 1378
  • Sl. viku: 5706
  • Frá upphafi: 2470090

Annað

  • Innlit í dag: 527
  • Innlit sl. viku: 5235
  • Gestir í dag: 521
  • IP-tölur í dag: 506

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband