Leita í fréttum mbl.is

Það má víða gera betur

Það er m.a. tvennt mikilvægt í opinberum rekstri. Að gæta þess í upphafi hvort þörf sé á stofnunum eða millifærslum og hika ekki við að leggja ónauðsynlegar stofnanir niður og draga úr millifærslum hvar sem því verður við komið. 

Síðan kemur spurning um vilja til að megra kerfið, gera það skilvirkara og draga úr kostnaði við reksturinn. 

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra er ötull og starfsamur stjórnmálamaður. Stundum um of að, en að þessu sinni á hann virkilega þakkir skildar í fyrsta lagi fyrir að láta vinna verk til að draga úr sóun og tvíverknaði hjá stofnunum ríkisins og í öðru lagi að gera það sem sumir segja að hann geri best, að ráða hæft fólk til að vinna verkið. 

Guðlaugur fékk þau Hjörvar Stein Grétarson og Söru Lind Guðbergsdóttur til að hanna fyrirbrigði sem hefur fengið heitið Ráðhildur og nú þegar hefur það sparað um 200 milljónir. Flott fólk að störfum, góð hugmynd og framkvæmd.

Betur má ef duga skal til að koma í veg fyrir óhófseyðslu og sóun í ríkiskerfinu. En alla vega ber að þakka það sem vel er gert. Langferð byrjar alltaf á fyrsta skrefinu.


mbl.is Ráðhildur varpar ljósi á sóun í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 1111
  • Sl. viku: 4170
  • Frá upphafi: 2431061

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 3848
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband