Leita í fréttum mbl.is

Má ekki segja satt.

Sumt Samfylkingar- og Viðreisnarfólk fer hamförum yfir því að fólk skuli leyfa sér að segja satt um óstjórn þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur. 

Samfylking og Viðreisn hafa verið í meirihlutasamstarfi í Reykjavík um árabil. Afleiðing af því er m.a.sú að Rvk er nánast gjaldþrota. Spillingarmál eru á hverju strái, en auðveldast að rifja upp braggamálið svonefnda. 

Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Rvk. norður stóð fyrir endurgerð bragga í Nauthólsvík í Reykjavík í borgarstjóratíð sinni þar sem hundruðum milljóna var mokað út í bruðl og rugl vegna óstjórnar Dags og félaga. Þegar málið var til umræðu tók Dagur sér frí til að komast hjá því að svara fyrir óhroðann. 

Nú þegar braggann hans Dags ber aftur á góma, rísa flokksmenn hans upp honum til varnar. Þó ekki með því að reyna að verja braggablúsinn í Nauthólsvík heldur með því að segja að það sé verið að ráðast ómaklega að Degi og þeir sem beri sannleikanum vitni séu haldnir óeðlilegum hvötum. 

Þetta er rangt. Þessar upplýsingar eiga erindi til almennings og sýna betur en margt annað, að Samfylkingu Dags borgarstjóra er ekki treystandi til að fara vel með skattfé borgaranna. 

Tilraunir Samfylkingar og Viðreisnar, til að þagga niður ruglið og spillinguna í kringum Dag minna á það sem Halldór Laxnes, Nóbelsskáldið góða sagði á sínum tíma um umræðuhefð Íslendinga. Þeim væri einkar lagið að tala um allt annað en kjarna málsins, þá vefðist fólki tunga um tönn og það yrði heimóttalegt. 

Á sama tíma reynir formaður Viðreisnar af öllu afli að breiða yfir að Viðreisn beri ábyrgð á óstjórninni í Reykjavík.  

Sporin hræða. Fyrst Samfylkingu og Viðreisn er ekki treystandi fyrir að stjórna borgarsjóði Reykjavíkur án þess að stefna sjóðnum lóðbeint í gjaldþrot, hvaða vitleysa er það þá að ætla að treysta þeim til að reka ríkissjóð af viti?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 527
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 6791
  • Frá upphafi: 2436718

Annað

  • Innlit í dag: 473
  • Innlit sl. viku: 6273
  • Gestir í dag: 455
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband