Leita í fréttum mbl.is

Pilsin þrjú

Sigurvegarar kosninganna eru Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins. Sú stjórn hefði góðan þingmeirihluta og áherslur þeirra einkum í velferðarmálum eru í meginatriðum þær sömu. Þeir Dagur B. og Jón Gnarr gætu þá náð saman á nýjan leik um nýtt Reykjavíkurmódel, en vissulega hræða sporin. 

Sem betur fer þurkaðist villta tryllta vinstrið út af þingi, sem skýrir að stórum hluta fylgisaukningu Samfylkingar og hluta til Flokks fólksins.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir verstu kosningaúrslitum, sem Flokkurinn hefur nokkru sinni fengið. Þó komist hafi verið hjá algerri niðurlægingu með vasklegri kosningabaráttu, þar sem skipulag og forn frægð reyndist heilladrjúg, þá eru þessi kosningaúrslit ekki ásættanleg og verða að leiða til endurskoðunar bæði á málefnalegum áherslum og forustu.

Keppikefli Sjálfstæðisflokksins er ekki að komast í ríkisstjórn hvað sem það kostar eins og verið hefu. Það þarf að byggja upp sterkan hugmyndafræðilegan grunn á forsendum Sjálfstæðisstefnunnar, sem mundi tryggja Sjálfstæðisflokknum á ný verðskuldað ótvírætt forustusæti í íslenskum þjóðmálum.

Við getum lagt út í baráttuna eins og Friðrik mikli Prússakonungar gerði þegar hann sagðist eiga í stríði við pilsin þrjú.Þ.e. keisaraynjurnar í Rússlandi, Austurríki og hjákonu Lúðvíks 15 í Frakklandi. Kjósendur hafa valið pilsin þrjú, Ingu, Kristrúnu og Þorgerði og þá þurfum við Sjálfstæðisfólk að finna okkar Friðrik mikla til að leiða baráttuna til sigurs. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... en Katrín mikla var ástæðan fyrir velgengni Frikka, eþaggi?

Guðjón E. Hreinberg, 1.12.2024 kl. 21:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þetta gekk ekki eftir en samt tókst að hindra þá hörmung að Viðreisn, með undirgefni sinni gagnvart Brussel, yrði stærsti hægri flokkurinn.  Þetta er svona eins og þegar skip er strandað, þá verður því ekki breytt en öllu skiptir að bjarga áhöfninni í land.  Að endingu yrði ekki spurt um neitt annað.

Fyrir mér er það nokkuð ljóst að flokksvél ykkar hefur ekki ungað út nógu sterku forystufólki, orðið litleysi nær yfir mjög marga sem leiddu lista ykkar, einn eða tveir sleppa fyrir horn, Bjarni er á pari við Þorgerði Katrínu sem öflugustu stjórnmálamenn landsins, en hvað á að berja hausnum lengi í stein í Reykjavík, bæði í borgarmálum sem og landsmálum???  Dugnaður við fiskveiðar innanflokks hefur ekkert að segja um fiskimennskuna meðal almennra kjósenda. 

Það er náttúrulega ykkar en tilefni innlits míns er að benda á þau öfugmæli að kjósendur hafi kosið til vinstri, að næsta stjórn ætti að vera eitthvað form af vinstristjórn. Er þá vísað í sigur Samfylkingarinnar.

Sá meinti sigur er innan við 25% fylgi, 15 þingmenn af 63, og hún er eini meinti vinstri flokkurinn á þingi.  Meinti því sókn Kristrúnar inn á miðjuna er stóra skýring þess að Samfylkingin varð að alvöru flokki í stað rugludallagfylkingin sem hún var áður.

Þetta ættu þið Sjálfstæðismenn að hafa í huga áður en þið leggist í kör.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2024 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 28
  • Sl. sólarhring: 1016
  • Sl. viku: 6292
  • Frá upphafi: 2436219

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 5826
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband