Leita í fréttum mbl.is

Nú þarf að breyta leikreglunum

Þegar gengið er til kappleiks þekkja þáttakendur leikreglurnar og vita að það þýðir ekki að deila við dómarann eftir á yfir því að hann dæmdi skv. reglunum. 

Þegar gengið var til kosninga vissu allir, að flokkar þurfa 5% atkvæða á landsvísu til að fá úthlutun jöfnunarsæta og þeir sem ná ekki 2.5% fylgi fá ekki ríkisstyrk. Raunar telur sá sem þetta ritar, að það sé spilling að stjórnmálaflokkar séu á framfæri ríkisins en það er annað mál. 

Þannig eru leikreglurnar öllum ljósar fyrirfram og flokkar eins og Píratar og VG hafa enga tilraun gert til að breyta þeim. 

Þrátt fyrir þetta kom ekki á óvart, að gamla vinstrimanninum Ólafi Harðarsyni sérlegum fréttamanni RÚV um stjórnmál, skyldi vera mikið niðri fyrir og óðamála þegar hann ræddi um lýðræðishalla vegna þess að villta tryllta vinstrið fékk engan mann kjörinn á þing. 

Svo virtist sem þessi rólegi viðkunnalegi prófessor emeritus hefði farið á námskeið hjá Höllu Hrund Logadóttur í handahreyfingum því nú lá mikið við. Prófessorinn taldi að breyta þyrfti leikreglunum til að auka möguleika örflokka til að fá kjörinn þingmann. En er það það brýnasta?

Hvernig væri að taka kosningakerfið til rækilegrar endurskoðunar. T.d. að landið yrði eitt kjördæmi og hver kjósandi fengi 63 atkvæði jafnmörg og þingmennirnir sem kjósa á og gætu greitt hvaða einstaklingi, á hvaða lista sem er atkvæði sitt. Væri það ekki leið til að auðvelda valkosti kjósenda og tryggja virkt lýðræði og raunverulegt prófkjör og kosningu á kjördag. 

Svo má spyrja hvort ekki væri í ráði að helmingur þingmanna yrði kjörinn hlutallskostningu og helmingur persónukosningu þar sem væri tvöföld umferð eins og í Frakklandi. Margar aðrar leiðir og aðferðir mætti nefna, sem mundi auka valkosti kjósenda og búa til betra og lýðræðislegra umhverfi. 

Okkar kerfi er gott og skilvirkt og almennt hafa ekki mörg atkvæði dottið dauð niður fyrr en nú. Sú sérkennilega niðurstaða kallar ekki á að við förum smáflokkaleiðina eins og Danir heldur þurfum við að finna leiðir til að valkostir kjósandans sé sem mestur því að kosningakerfi á fyrst og fremst að vera fyrir kjósendur og tryggja rétt þeirra og sem mesta valkosti.

En ég spyr hvenær hefur Ólafur Harðarson prófessor emeritus gert athugasemdir við kerfið og krafist breytinga þau 40 ár, sem hann hefur verið helsti umræðustjórinn allar kosninganætur ásamt vini sínum og félaga Boga Ágústssyni. 

Það er of seint að byrgja brunninn þegar vinstrið er dottið ofan í eins og segir í góðum og gömlum málshætti að breyttum breytanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Orð að sönnu.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.12.2024 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 635
  • Sl. sólarhring: 1211
  • Sl. viku: 4066
  • Frá upphafi: 2458336

Annað

  • Innlit í dag: 565
  • Innlit sl. viku: 3756
  • Gestir í dag: 555
  • IP-tölur í dag: 538

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband