Leita í fréttum mbl.is

Eru fiskar undir steinum hjá Biden feðgum?

Þ.31.maí s.l. sagði Joe Biden forseti Bandaríkjanna að enginn væri æðri lögunum, eftir að Donald Trump var dæmdur á vafasömum forsendum af dómstól í New York vegna minni háttar  viðskiptabrota.

Biden sýnir nú að hann samsamar sig með hugmyndafræði svínanna í „Animal farm“,að hvað sem lögunum líður þá séu sum dýr jafnari en önnur dýr.

Biden náðaði Hunter son sinn með einstökum hætti. Náðunin tekur til allra glæpa sem Hunter hefur framið eða kann að hafa framið frá 1.janúar 2014 til ársins 2025. Náðun forseta Bandaríkjanna er endanleg og henni verður ekki hnekkt.

Ekki nóg með það Biden forseti tók sig til og gaf yfirlýsingu um að bandarísku dómskerfi væri lítt treystandi atriði sem fjölmiðlar hafa gefið lítinn gaum eins og raunar annað neikvætt sem varðar Demókrata.

Hunter Biden var dæmur í aðskildum málum fyrir skattsvik, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Dómstólarnir ætluðu að dæma um fangelsisrefsingu Hunter í þessum mánuði fyrir brot, sem geta varðað allt að 17 ára fangelsi í skattsvikamálinu eingöngu.

Allan tímann sem Hunter var fyrir rétti sagði faðir hans stöðugt að hann mundi hvorki náða son sinn né létta fangelsisrefsingu hans yrði hann dæmdur. Saksóknarar í báðum tilvikum gagnvart Hunter áttu starf sitt að þakka dómsmálaráðuneyti Biden, en samt lýsir Biden því yfir að þeim sé ekki treystandi og íjar að pólitískri misnotkun. Hvað hefur þá Trump mátt þola frá handlöngurum Biden og annarra ráðamanna Demókrata?

Margir velta því fyrir sér hvort að náðun Hunter eigi sér aðrar ástæður og varði brýna hagsmuni Joe Biden sjálfs auk Hunter.

Tímalengd náðunar frá 2014 til 2025 er athyglisverð í því sambandi. Árið 2014 var Hunter kjörinn í stjórn orkufyrirtækisins Burisma í Úkraínu, sem var grunað um glæpi, svindl og svik á þeim tíma sem Hunter sat í stjórninni og Biden var varaforseti Bandaríkjanna.

Hunter var valinn í stjórnina til að fyrirtækið gæti nýtt sér völd og áhrif Biden. Þegar saksóknari í Úkraínu byrjaði sakamálarannsókn á fyrirtækinu Bursima beitti Biden áhrifum sínum til að hann yrði rekinn og rannsókn hætt.

Ef til vill væri hollt að fjölmiðlar í lýðræðisríkjum færu í gagnrýna skoðun á því af hverju Biden sá sig tilneyddan til að náða Hunter son sinn og af hverju náðunin var látin ná aftur til ársins 2014 vegna hugsanlegra glæpa Hunter og hvort viðbrögð Bandaríkjanna síðar gagnvart Úkraínu, undir forsæti Joe Biden hafi eitthvað með þessa viðkvæmu stöðu þeirra Biden feðga að gera.

Hér er a.m.k. fiskur undir steini. Sennilega margir undir mörgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... minn farinn að mýkjast gagnvart samsærakenningunum?

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 4.12.2024 kl. 16:32

2 identicon

Sæll Jón,

Er það ekki nokkuð ljóst að ástæðan fyrir því að Hunter var dæmdur í upphafi var til þess að Biden gæti náðað hann svo seinna meir með víðtæku náðunar tima mörkum. Veit ekki hvernig þetta virkar lengur í Lalala landinu US.

Samkvæmt fréttaveitunni minni þá er Biden ekki hættur að náða. Nöfn eins og Dr Anthony Fauci,Adam Schiff og Liz Cheney eru líkleg að fá ótakmarkaða náðun yfir ótakmarkaðan tíma sem og out of jail card. Ekki staðfest enn.

Trausti (IP-tala skráð) 5.12.2024 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 852
  • Sl. sólarhring: 1270
  • Sl. viku: 4283
  • Frá upphafi: 2458553

Annað

  • Innlit í dag: 764
  • Innlit sl. viku: 3955
  • Gestir í dag: 737
  • IP-tölur í dag: 712

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband