7.12.2024 | 09:21
Þitt er mitt
Í gær birtist sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA, þar sem varað var stranglega við tillögum Flokks fólksins um að iðgjöld í lífeyrissjóði verði skattlögð við inngreiðslu í lífeyrissjóði í stað þess að lífeyrir komi til skattlagningar við útgreiðslu.
Fátítt er að öflug samtök vari við stefnumálum flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, en nú þurftu þessi öflugustu og fjársterkustu samtök að stilla saman strengi og vara við þeim "afglapahætti" að laun sem greiðast í lífeyrissjóði séu skattlögð strax í stað þess að lífeyrissjóðirnir fari með þetta skattfé áratugum saman og við útgreiðslu sé það tekið af greiðslum til lífeyrisþega.
Í raun réttlætir ekkert það kerfi sem við höfum í dag, að ríkisvaldið taki ekki skattfé strax heldur feli lífeyrissjóðum vörslu þess og ávöxtun þar til útgreiðslur til lífeyrisþega koma til. Yrði tillaga Flokks fólksins samþykkt yrðu greiðslur til lífeyrisþega skattfrjálsar þegar þær greiðast.
Af hverju er það fráleitt að ríkið tæki þetta skattfé strax. Réttindi lífeyrisþegar rýrna ekkert við það svo sem forseti ASÍ hélt ranglega fram í viðtali í fréttum í gær.
Hvað mælir þá á móti því að ríkið taki þessa fjármuni sína strax og nýtti til að greiða ríkisskuldir og mætti setja lög um að svo væri og mætti ekki nota í annað fyrr en ríkisskuldir eru að fullu greiddar.
Er eðlilegt að öflugstu félagasamtök landsins skuli veifa fánanum með vígorðinu
"Þitt er mitt og láttu svo mitt í friði"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 134
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 4528
- Frá upphafi: 2464518
Annað
- Innlit í dag: 129
- Innlit sl. viku: 4190
- Gestir í dag: 125
- IP-tölur í dag: 122
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Laukrétt Jón!
Júlíus Valsson, 7.12.2024 kl. 09:58
Fólk sem hefur verið á lágum launum hefur þurft að treysta á tryggingastofnun þegar kemur að ellilífeyrnum þar sem útborgunin frá lífeyrissjóðnum nær tæplega upp í lágmarksframfærslu.Lífeyrissjóðurinn skiptir þessvegna engu máli. Greiðslur inn í sjóðinn eru tapað fé.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2024 kl. 11:07
Nú má vera að minni mitt bregðist en það er eins og mig rámi í að á fyrstu árum mínum sem ég greiddi í lífeyrissjóði hafi inngreiðslur verið skattaðar. Nú eru þær greiðslur því skattlagðar aftur. Ekki að það skipti svo miklu máli, ég hóf að greiða í lífeyrissjóði þegar ég var 16 ára og var alla tíð með rífandi tekjur. Hóf síðan töku úr þessum lífeyrissjóðum sextugur og heldur þykir mér uppskeran rýr, tæp 70 þúsund á mánuði fyrir skatt. Spurningin er kannski hvort ekki væri rétt að virða rétt borgaranna til að halda sínum ellilífeyri frá TR óskertum og láta í friði það sem hver og einn hefur önglað saman til að eiga notalegra ævikvöld en ella. Láta svo hvern og einn ákveða hvað hann vill hafa umfram ellilífeyrinn.
Örn Gunnlaugsson, 7.12.2024 kl. 11:24
Kærleikurinn gefur af sér, en tekur ekki. Í ástarljóði Vatnsenda-Rósa til elskhuga síns, setur hún þetta svona fram:
Mitt er þitt og þitt er mitt. Þú veist hvað ég meina.
Í Postulasögunni segir: Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á. Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu. (Post. 2:44-47).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.12.2024 kl. 19:50
Sá málflutningur að þessi breyting myndi skerða eignarréttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum er bara rökleysa.
Í fyrsta lagi er hæpið að halda því fram að sá hluti tekna fólks sem er tekinn í skatt sé eign þess. Þegar ég fæ útborguð laun er tekinn af þeim skattur og sá peningur kemur aldrei í minn vasa heldur fer beint til ríkisins. Ég fæ því aldrei að eignast þann hluta launanna sem fara í skatt. Það breytir því ekki þó hluti launanna sé tekinn til hliðar og skattlagningunni frestað til framtíðar þegar ég tek þau út, því þá fer sama hlutfall af þeirri upphæð í skatt að því gefnu að skatthlutfall verði það sama og ég fæ aldrei að eignast þann pening sem ríkið tekur.
Í öðru lagi get ég ekki séð að það skipti stærðfræðilega neinu máli fyrir endanlega útkomu mína hvort skatturinn er tekinn af strax og restin ávöxtuð til framtíðar, eða skatturinn ávaxtaður til framtíðar og svo tekinn af við útgreiðslu, því þá hafa báðar upphæðirnar hækkað jafn mikið enda bera þær sömu ávöxtun og jafn hátt hlutfall af því þarf að fara í skattinn. Að því gefnu eins og fyrr segir að skatthlutfallið haldist óbreytt.
Þessu má lýsa með ímynduðu en mjög einföldu dæmi:
Segjum sem svo að ég leggi 100.000 krónur inn í lífeyrissjóð sem tvöfaldast með 100% ávöxtun á þeim tíma sem líður fram að útgreiðslu og skatthlutfallið sé 50% (til einföldunar).
Ef skattlagningu er frestað eins og í núverandi kerfi þá verða 100.000 krónur orðnar að 200.000 þegar kemur að útgreiðslu en svo er tekinn 50% skattur af því eða 100.000 krónur og eftir standa 100.000 krónur sem ég fæ útborgaðar eftir skatt.
Ef sama upphæð er skattlögð strax við inngreiðslu þá eru teknar 50.000 krónur af og 50.000 krónur fara inn í lífeyrissjóðinn. Sú upphæð tvöfaldast og verður 100.000 þegar kemur að útgreiðslu og því fæ ég 100.000 krónur útborgaðar eftir skatt.
Ég fæ í báðum tilvikum nákvæmlega sömu upphæð útborgaða og það skiptir því engu máli fyrir þá útkomu hvort skatturinn er lagður á við inngreiðslu eða útgreiðslu. Að sjálfsögðu miðað við að skatthlutfallið sé það sama í báðum tilvikum.
Svo er alveg sama hvort upphæðin eða skatthlutfallið eru einhver önnur en í dæminu. Ef skatthlutfall er það sama við inngreiðslu og útgreiðslu verður útkoman alltaf sú sama fyrir sjóðfélagann. Það er bara þannig sem prósentureikningur virkar.
Ég held að fólk sem hefur ekki betri tök á einfaldri stærðfræði en raun ber vitni ætti að sleppa því að tjá sig um þetta frekar en að gera sig að fíflum með því að halda því fram að þessi breyting myndi einhvernveginn skerða lífeyrisréttindi fólks.
Ef við tökum þetta svo aðeins lengra og gerum ráð fyrir því að ríkið noti þessar auknu skatttekjur í nútíð til að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað, þá leiðir af þeirri einföldu þumalputtareglu að vextir á skuldum eru jafnan hærri en vextir á sparifé, meiri samfélagslegur heildarábati en ella þegar upp er staðið. Að því gefnu að rétt sé á spilum haldið.
Önnur jákvæð áhrif af því að flýta skattheimtunni er að það myndi draga úr peningamagni í umferð og þar með minnka verðbólguþrýsting og tilheyrandi eignarýrnun á líftíma sparnaðarins. Þannig gætu lífeyrisréttindin jafnvel orðið verðmætari en ella þegar kemur að því að sjóðfélaginn þurfi að nýta sér þau.
Eftir því sem ég hugsa þetta meira sé ég bara fleiri plúsa.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2024 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.