Leita í fréttum mbl.is

Of snemmt að fagna

Stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum fagna falli Assad. Sumir tala um sigur lýðræðisins.  Fjarri fer því að bylting sem stýrt er af öfgafullum Íslamistum sé sigur lýðræðis og hætt er við að ný einræðisstjórn taki við af hinni fyrri jafnvel enn verri en hin fyrri. Koma verður í veg fyrir það.

Í Sýrlandi búa mörg þjóðarbrot, sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð. Þessi þjóðrabrot hafa lifað saman í þokkalegum friði, en helsta ógnin varð framrás ISIS liða, sem hraktir voru til Idlip fyrir nokkrum árum, en láta nú á sér kræla á ný ásamt öðrum hryðjuverkahópum, sem fagna nú sigri.

Ástandið í Sýrlandi er bæði hættulegt og eldfimt. Nú reynir á að komið verði í veg fyrir að nýtt Talibana ríki raungerist í Sýrlandi. Þó helsti talsmaður uppreisnarmanna sé mjúkmáll í dag, þá ber að hafa í huga að þannig töluðu talsmenn Talibana í Afganistan líka þegar ameríski herinn var að fara úr landinu. 

Það virðist ganga illa fyrir vestræna stjórnmálamenn að átta sig á hverskonar óöld, frelsisskerðingar, kvennakúgun og þjóðarmorð fylgja alltaf yfirráðum öfgafullra Íslamista. 

Nú reynir á að vestrænir stjórnmálamenn hlutist til um það, að fólk í Sýrlandi fái að njóta almennra mannréttinda, aðhyllast þá trú sem það vill og landinu verði stýrt á átt til þess lýðræðis sem gæti gefist best í landinu. 

Það má ekki láta hryllingin sem fylgdi  ISIS  endurtaka sig. Þar voru konur sigraðra þjóðarbrota seldar mannsali á opinberum uppboðsmörkuðum, hommum hent fram af húsþökum, kristið fólk tekið af lífi í fjöldaaftökum og vestrænir hjálparstarfsmenn skornir á háls og morðin tekin upp á myndskeið sem síðan voru sýnd og send fjölmiðlum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 396
  • Sl. viku: 4020
  • Frá upphafi: 2441251

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3639
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband