Leita í fréttum mbl.is

2034

Fifa alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að beita afbrigðilegum aðferðum til að tryggja að heimmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034 verði í þursaríkinu Saudi Arabía. 

Þegar valið stóð á sínum tíma á milli Bandaríkjanna og Abu Dabi um heimsmeistaramótið 2022 þá sóttu Bandaríkjamenn það fast að fá að halda heimsmeistaramótið og sendu hina bestu samninga- og sendimenn til að tryggja að þeir hrepptu hnossið. 

Fyrir bandarísku sendinefndinni fór Bill Clinton fyrrum forseti og sagt er að þegar hann kom upp á hótelið sitt eftir að Bandaríkjunum hafði verið hafnað en Abu Dhabi valið, að þá hafi hann í reiði grýtt forláta vasa í næsta vegg með tilheyrandi afleiðingum. 

Ljóst var afhverju Abu Dhabi var valið umfram Bandaríkin og þótti flestum nóg um. 

En nú skal það vera Saudi Arabía. Ríkið sem virðir ekki réttindi kvenna auk ýmissa annarra mannréttindaskerðinga í samræmi við Sharia lögin. En það þvælist ekkert fyrir stjórnendum FIFA. Vegna þess að Mammon ræður för, en hvorki mannréttindi, siðfræði eða annað. 

Sr. Friðrik Friðriksson merkasti æskulýðsleiðtogi landsins sagði við Valsmenn eftir að hafa stofnað félagið:  Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.  

Nú hafa stjórnarmenn í Fifa ákveðið að láta peningana bera allt annað ofurliði. Sýnir enn og aftur hnignun okkar menningarheims og fráhvarf frá þeim gidum, sem gerðu Evrópu að forustuálfu í heiminum. 


mbl.is Gestgjafalönd HM 2030 og 2034 staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 4401
  • Frá upphafi: 2464391

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 4068
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband