Leita í fréttum mbl.is

Snúnar stjórnarmyndunarviðræður

Líklegur forsætisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir stjórnamyndunarviðræður snúnari vegna þess að líkur séu á meiri halla á ríkissjóði en búist var við. 

Það ætti ekki að koma Þorgerði sem setið hefur lengst allra á Alþingi á óvart, að afkoma ríkissjóðs sé verri en fjárlög mæla fyrir um. Hún hefur á þingferli sínum samþykkt fjáraukalög á hverju ári vegna þess að halli var meiri á ríkissjóði en ætlað var. Hún Kristrún og Inga tóku auk heldur þátt í afgreiðslu fjárlaga fyrir nokkrum dögum. Hvað var þá hulið sem er að koma í ljós núna?

En það er minna til að eyða en þær stöllur höfðu ætlað.

Stjórnmálamenn þurfa að forgangsraða og eyða ekki um efni fram. Eitthvað sem fráfarandi ríkisstjórn hafði allt of litlar áhyggjur af og þær, sem sitja við stjórnarmyndun höfðu ef eitthvað var helst áhuga á að eyða enn meiru. 

Nú þegar horft er framan í að ábyrgðin flytjist á hendur pilsanna þriggja þá er vandinn snúnari. 

Á sama tíma er gleðilegt, sem Þorgerður upplýsir, að það sé algjör samhljómur að styðja við Seðlabankann svo hann geti haldið áfram sínu "góða verki." Hvernig samræmist það sjónarmiðum Flokks fólksins sem vildu setja neyðarlög á Seðlabankann vegna illsku hans gagnvart fólkinu í landinu. 

Það verður gaman fyrir fyrrverandi formann VR og fyrsta þingmann Suðurkjkördæmis bæði úr Flokki fólksins, að kokgleypa "góð" verk Seðlabankans nokkrum dögum eftir að þau sögðu þennan banka kyrkingaról um velferð fólksins í landinu. 


mbl.is Verri afkoma tefur viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað getur ríkisstjórn annað en stutt við BIS?

Er eitthvað annað ritað í leynigōgnum?

Ætlar ÞKG að stjórna innlimun Íslands í ESB frá forsetisráðherrastóli og ræna þar með vōldum frá utanríkismála ráðherra?

Eða mun hún sitja í báðum stólum?

það virðist vera stemning fyrir ESB.

L. (IP-tala skráð) 12.12.2024 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.12.): 588
  • Sl. sólarhring: 649
  • Sl. viku: 4921
  • Frá upphafi: 2443395

Annað

  • Innlit í dag: 559
  • Innlit sl. viku: 4473
  • Gestir í dag: 549
  • IP-tölur í dag: 527

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband