Leita í fréttum mbl.is

Ber engin ábyrgð

Kúðrið við Álfabakka þar sem stærðarinnar geymsluhús rís nokkrum metrum frá íbúðarblokk er eitt alvarlegasta skipulagsslys í Reykjavík og er þó samkepnnin í þeim efnum mikil. 

Borgarstjóri segir af gefnu tilefni: 

„Ég furða mig á að borg­in, um­hverf­is- og skipu­lags­svið og upp­bygg­ing­araðilarn­ir sem létu hanna þetta hús skyldu ekki átta sig á því hvaða viðbrögð þetta hús myndi fá.“

Bíðum nú við. Borgarstjóra finnst alvarlegast að skipulgssvið borgarinnar og lóðarhafar skyldu ekki átta sig á hvaða viðbrögð þetta hús mundi fá.  Það eru semsagt viðbrögðin sem eru vandamálið ekki algjört skipulagsklúður og aðfarir að venjulegu fólki sem hefur mikil áhrif á líf þess og vellíðan en ekki nóg með það. Þetta klúður verðfellir íbúðir fólksins líka um margar milljónir 

Er það virkilega svo að það sé engin af holdi og blóði sem ber ábyrgð á þessu rugli. Einstaklingur eða einstaklingar. Eru það einhver ópersónuleg umhverfis- og skipulagssvið sem bera ábyrgðina og lóðarhafinn að átta sig ekki á að ruglið mundi valda verðskuldaðri fordæmingu. 

Nú getur borgarstjóri gert annað tveggja, að feta í fótspor fyrirrennara síns alþingismannsins Dags B. Eggertssonar og láta sig hverfa, fara t.d. í veikindaleyfi meðan stormurinn gengur yfir eða það sem væri enn mennilegra af honum, að gera það sem þarf að gera. Það er í fyrsta lagi að bjóða íbúum að kaupa íbúðirnar sem verða fyrir tjóni vegna skipulagsruglsins og gera aðrar þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að draga sem mest úr afleiðingum þessa og svo ekki sé talað um, að þeir sem ábyrgð bera verði látnir bera ábyrgð. 

Verði engin eða engir dregnir til ábyrgðar vegna þessa rugls, þá situr borgarstjóri einn uppi með ábyrgðina ásamt meirihluta sínum í borgarstjórn. 


mbl.is Klúðrið á ábyrgð borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.12.): 442
  • Sl. sólarhring: 518
  • Sl. viku: 4775
  • Frá upphafi: 2443249

Annað

  • Innlit í dag: 417
  • Innlit sl. viku: 4331
  • Gestir í dag: 409
  • IP-tölur í dag: 392

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband