Leita í fréttum mbl.is

Ber engin ábyrgð

Kúðrið við Álfabakka þar sem stærðarinnar geymsluhús rís nokkrum metrum frá íbúðarblokk er eitt alvarlegasta skipulagsslys í Reykjavík og er þó samkepnnin í þeim efnum mikil. 

Borgarstjóri segir af gefnu tilefni: 

„Ég furða mig á að borg­in, um­hverf­is- og skipu­lags­svið og upp­bygg­ing­araðilarn­ir sem létu hanna þetta hús skyldu ekki átta sig á því hvaða viðbrögð þetta hús myndi fá.“

Bíðum nú við. Borgarstjóra finnst alvarlegast að skipulgssvið borgarinnar og lóðarhafar skyldu ekki átta sig á hvaða viðbrögð þetta hús mundi fá.  Það eru semsagt viðbrögðin sem eru vandamálið ekki algjört skipulagsklúður og aðfarir að venjulegu fólki sem hefur mikil áhrif á líf þess og vellíðan en ekki nóg með það. Þetta klúður verðfellir íbúðir fólksins líka um margar milljónir 

Er það virkilega svo að það sé engin af holdi og blóði sem ber ábyrgð á þessu rugli. Einstaklingur eða einstaklingar. Eru það einhver ópersónuleg umhverfis- og skipulagssvið sem bera ábyrgðina og lóðarhafinn að átta sig ekki á að ruglið mundi valda verðskuldaðri fordæmingu. 

Nú getur borgarstjóri gert annað tveggja, að feta í fótspor fyrirrennara síns alþingismannsins Dags B. Eggertssonar og láta sig hverfa, fara t.d. í veikindaleyfi meðan stormurinn gengur yfir eða það sem væri enn mennilegra af honum, að gera það sem þarf að gera. Það er í fyrsta lagi að bjóða íbúum að kaupa íbúðirnar sem verða fyrir tjóni vegna skipulagsruglsins og gera aðrar þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að draga sem mest úr afleiðingum þessa og svo ekki sé talað um, að þeir sem ábyrgð bera verði látnir bera ábyrgð. 

Verði engin eða engir dregnir til ábyrgðar vegna þessa rugls, þá situr borgarstjóri einn uppi með ábyrgðina ásamt meirihluta sínum í borgarstjórn. 


mbl.is Klúðrið á ábyrgð borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var fyndið að heyra fulltrúa Pírata í umhverfis- og skipulagsráði segja að þarna hefði komið í ljós að stórfyrirtækjum væri ekki treystandi fyrir of víðum skilmálum.

Píratinn virðist sem sagt fram að þessu hafa haldið að stórfyrirtækjum væri treystandi til að ganga ekki of langt án þess að þeim séu sett takmörk fyrir framferði sínu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2024 kl. 15:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: þetta er gert viljandi.  Fólkið var vísvitandi hunsað, og beðið sérstaklega um að gera bygginguan stærri.

2: auðvitað ber enginn ábyrgð.  Þetta eru kommúnistar.  Alltaf sama sagan með þá.

3:hver bjóst við öðru?

Ásgrímur Hartmannsson, 14.12.2024 kl. 20:18

3 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Jon,virkilega góður pistill hjá þér eins og alltaf Mér er alveg oskinjanlegt að íbúar í þessari blokk kvörtuðu ekki strax og framkvæmdir hófust. Hvað sem því liður,þá  er þetta svo óréttlátt. Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum heilvita manni að byggja iðnaðarhúsnæði beint fyrir framan ibuðarblokk? Þetta er svo mikið klúður að það er alveg óskiljanlegt Sagsn sýnir að það er enginn stjornmalamaður eða folk í borgarráði eða í borgar stjorn beri nokkura ábyrgð á görðum sínum. Það er aðeins tvennt í stöðunni í þessu máli Íbúarnir  í þessari blokk fái íbúðirnar greiddar á markaðsverði og blokkin jöfnuð við jörðu,eða að iðnæðarhusnæðið verði rifið. Það er hárrétt hjá þér,það tekur enginn ábyrgð.það er alveg rett hjá þér, ef að einhver stjormalamður eða folk í borgarstjórn klúðra skyldustörfum sinum Þá fer þetta lið , rangt eða rétt í veikindafrí.Eg ætla ekki að tíunda þetta fólk sem hafa komið sér undan ábyrgðinni að þessu sinni, flestir vita hver þei/ þau eru. Það er svo sannarlega komin tími að folk í stjornatstöðu taki ábyrgð, rétt eins og við á hinum almenna vinnumarkaði  

Haraldur G Borgfjörð, 14.12.2024 kl. 23:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Guðmundur. Þetta fólk kann ekki að skammast sín og vill ekki horfast í augu við hver ber ábyrgðina. 

Jón Magnússon, 15.12.2024 kl. 10:35

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Haraldur. 

Jón Magnússon, 15.12.2024 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 4396
  • Frá upphafi: 2464386

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4063
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband