Leita í fréttum mbl.is

Friðurinn á jólanótt fyrir 110 árum. Ekki skjóta, þá skýt ég ekki.

Í desember 2014 fyrir 110 árum, í byrjun fyrri heimstyrjaldar höfðu Þjóðverjar sótt inn í Belgíu og Frakkland. Þýski herinn gróf skotgrafir og tæpum kílómeter frá voru skotgrafir Breta. Á milli þeirra á einskis manns landi voru lík fallinna félaga.

Á aðfangadagkvöld settu þýsku hermennirnir upplýst jólatré fyrir ofan skotgrafirnar og sungu Heims um ból. Bresku hermennirnir tóku undir. Eftir að hafa skipst á hrópum sín á milli "You no shoot, we no shoot" komu hermennirnir upp úr skotgröfunum til að heilsast og skiptast á sígarettum, skosku viskí og þýskum snafs.

Á jóladag hjálpuðust þeir að við að grafa hina föllnu og héldu minningarmessu. Þeir sungu saman 23. Davíðssálm á þýsku og ensku jafnhliða. Hermennirnir skiptust síðan á gjöfum og kepptu í fótboltaleikjum. Engin vildi halda stríðinu áfram. Ungir menn sem áttu framtíðina fyrir sér og vildu eiga hana í sátt og samlyndi við þá sem þeir voru í stríði við.

Hershöfðingar og stjórnmálamenn urðu vitstola af reieði, þegar þeir fréttu þetta og hótuðu hermönnunum að refsa þeim grimmilega og jafnvel að þeir yrðu skotnir. Tilgangslausa stríðið hélt því áfram. Milljónir ungra manna féllu fyrir ekki neitt. Það var engin málsstaður sem verið var að berjast fyrir.

Þýskur hermaður skrifaði heim eftir jóladagsvopnahléð 1914:

"Mikið var þetta yndislegt, en samt skrýtið"

Haldið hafði verið að ungu mönnunum að óvina hermennirnir væru samviskulausar skepnur,annað kom í ljós aðfangadagskvöld 1914. Ungir menn sem voru að berjast á fölskum forsendum. Því miður voru stjórnmálamennirnir og herforingjaráðin svo heillum horfin að þeir gátu ekki horft á fáránleika stríðsins og samið vopnahlé og koma á friði.

Æskilegt væri að stjórnmálaforingjar í dag gæti tekið sér þýsku og bresku hermennina sem sömdu vopnahlé upp á sitt eindæmi á aðfangadagskvöld 1914 sér til fyrirmyndar og sameinast um að gera heiminn betri og stuðla að bættum hag og aukinni velferð í anda jólaboðskaparins, sem er: 

Friður, fyrirgefning og kærleikur.

Vona kæru vinir að þið eigið öll gleðileg jól.

Gangið á Guðs vegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fróðleg og gefandi færsla frá þessari frægu jólanótt á Vesturvígstöðvunum og falleg lokaorð.

Það er ótrúlega sorglegt að nú öllum þessum árum síðar skuli íslenskir stjórnmálamenn taka upp á því glapræði að bjóða ólýsanlegri hættu heim, með því að láta almenning hér kaupa vopn til manndrápa í öðru jafn tilgangslausu stríði og það örugglega gegn þjóðarvilja.

Jónatan Karlsson, 25.12.2024 kl. 07:35

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Jónatan Karlsson. Ég er þér sammála að öllu leyti. 

Jón Magnússon, 26.12.2024 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 904
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 2310
  • Frá upphafi: 2495838

Annað

  • Innlit í dag: 837
  • Innlit sl. viku: 2134
  • Gestir í dag: 803
  • IP-tölur í dag: 775

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband