Leita í fréttum mbl.is

Við höfum gengið til góðs

Árið 1981 bjuggu 40% íbúa heimsins við sára fátækt.  Efnahagsvöxtur og sigur markaðssamfélagsins (kapítalismans) yfir ríkisstýrðum áætlunarbúskap kommúnismans breytti þessu. 

Nú 40 árum síðar eru 8% íbúa heimsins talin búa við sára fátækt. Við höfum því sannarlega gengið til góðs. Fólki var hjálpað til sjálfshjálpar. Spakmælin  "Sjálfs er höndin hollust" og "Sinna verka njóti hver" gilda alltaf í mannlegu samfélagi. 

Fyrir 60 árum fékk Lyndon B. Johnson sem síðar varð forseti Bandaríkjanna samþykktar tillögur sem nefndar voru stríð gegn fátækt "war on poverty"  Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir og höfðu neikvæð áhrif á framleiðni í landinu, en drógu sáralítið úr fátækt í Bandríkjunum. 

Það skiptir öllu að koma fólki til sjálfshjálpar eins og sagt var að Erlingur Skjálgsson jarl á Rogalandi var sagður hafa gert fyrir 1000 árum og var orðað þannig hjá Snorra Sturlusyni: 

"Öllum kom hann til nokkurs þroska."

Ríkisstjórnin ætti að hafa þetta í hug í baráttunni við fátækt í landinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 904
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 2310
  • Frá upphafi: 2495838

Annað

  • Innlit í dag: 837
  • Innlit sl. viku: 2134
  • Gestir í dag: 803
  • IP-tölur í dag: 775

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband