Leita í fréttum mbl.is

Ekki meir ekki meir.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna(SÞ) kommúnistinn Guterres fordæmdi í gær loftárásir varnarsveita Ísrael á Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin í Yemen.

Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin sem klerkastjórnin í Íran notar til óhæfuverka og styður með vopnasendingum hefur á annað ár skotið flugskeytum á Ísrael og valdið töluverðu eigna- og manntjóni. Þeir hafa stundað sjórán um árabil og iðulega tekið kaupskip í gíslingu. Það raskar ekki ró Guterres heldur að brugðist sé til varna gagnvart þessum rumpulýð.

Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin eru eins og önnur þessarar gerðar í þessum heimshluta. Þeir hafa engar áhyggjur af öryggi og velferð eigin borgara. Þeir eru í heilögu stríði gegn stóra Satan þ.e.Vesturlönd og Ísrael.

Yemen brauðfæðir sig ekki og færðu ríki hins stóra Satans fyrir tilstilli SÞ þeim ekki ríkulegar matargjafir væri hungursneyð í landinu. 

Guterres hefði fyrir löngu átt að hafa forgöngu um að SÞ gripi til aðgerða gagnvart Houti vígasveitunum og stöðvuðu ógnir þeirra gagnvart öðrum fullvalda ríkjum og sjórán. En það hefur hann ekki gert og ekkert raskar geðhrifum þessa ónýta framkvæmdastjóra nema þegar gripið er til varna gagnvart þessum óaldarflokki. Þarf meira til að sýna hversu gjörsamlega vanhæfur þessi maður er?

Raunar er af nógu að taka. Guterres framkvæmdastjóri hefur það helst til málanna að leggja, að rýra lífskjör á Vesturlöndum með því að krefjast þess að þau dragi úr framleiðslu vegna þess að jörðin sé að stikna úr hita (við finnum nú heldur betur fyrir því þessa dagana) og Evrópa þurfi að taka frá fleiri hælisleitendum. En hann gerir ekki sömu kröfur á hendur Kína, Saudi Arabíu eða Japan svo dæmi séu nefnd. 

Hvenær ætla Vesturlönd að vakna og reka óværu eins og Guterres til að SÞ. geti á ný öðlast þann sess sem þetta þjóðarráð á að hafa.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, of gleðilega síðhátíð.

Auk margs annars þá hreifir þú við tvennu sem ég vil ræða.

Það fyrra; "Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin sem klerkastjórnin í Íran notar til óhæfuverka og styður með vopnasendingum; .... Þau hafa stundað sjórán um árabil og iðulega tekið kaupskip í gíslingu. Það raskar ekki ró Guterres heldur að brugðist sé til varna gagnvart þessum rumpulýð.".

Feitletrunin er mín, hið meinta alþjóðasamfélag bregst ekki við ógnum og beinum árásum Íslamista, beint fjármagnaðir af ríkjum Persaflóans, Íran, Sádum og Katar, ruglandinn er hið auðtrúa, sem til dæmis má lesa úr þessari færslu þinn Jón, þú sem borgaralegur íhaldsmaður bendir á Íran, þegar ábyrgð miðaldahyskisins á Arabíuskaganum er í engu minna, og þaðan kemur megnið af fjármagninu sem fjármagnar dauðasveitir Íslamista, hvort sem það er Hamas, Ríki Íslams eða voðaverk Al-Kaida, þess birtingarmynd er árásin á Tvíburaturnana.

Íslamistar Hamas eru Súnnítar ef þú skyldir ekki vita það Jón, klerkar þeirra eru þeir sömu sem knýja áfram Ríki Íslams eða forsamtökin; Al-Kaída.

Að afneita þessu samhengi, að afneita ábyrgð miðaldaskrílsins sem krónprins Sáudi Arabíu ber beina ábyrgð á, er í raun svipuð afneitun eins og þegar Amnestý gengur í beinum takt með Hamas, afstaða sem réttlætir Rúv, Þórdísi Kolbrúnu, og allt það skítapakk sem gengur gegn nútímanum og lífsviðhorfum hans.

Jæja Jón, veit ekki alveg um takt þinn, hygg samt að þú fordæmir, ÖLL miðaldaríki Persaflóans sem nýta olíuauð sinn til að vega að nútímanum, framtíð barna okkar, að sjálfu lífinu.

Þá kem ég að meðvirkninni, þess sem ég get eiginlega ekki skilið. Burtséð frá varnarviðbrögðum Ísraela, þá eru öll þessi herskip sem vakta Rauða hafið, með loftvörnum sínum, og stundum, þó sjaldnar en einstaka sinnum, ráðast á miðaldahyskið sem Persaflóinn kostar til að ógna siglingum um Súesskurðinn.

Við sendum brauð til að fæða, á meðan Persaflóinn sendir vopn til að skjóta;

"Yemen brauðfæðir sig ekki og færðu ríki hins stóra Satans fyrir tilstilli SÞ þeim ekki ríkulegar matargjafir væri hungursneyð í landinu".

Hve heimskara getur eitthvað orðið heimskara??

Þar liggur efinn Jón en við megum aldrei gleyma þessu samhengi.

Á meðan einhver andmælir heimskunni, þá sigrar hún ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.12.2024 kl. 17:49

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er ótrúlega kalt úti eftir u.þ.b. 40 ára hamfarahlýnun. Það er búið að normalísera hverja vitleysuna á fætur annarri undanfarinn áratug. Kanski ekki skrítið þar sem kommúnismi hefur farið með völdin í vesturheimi undanfarna áratugi. Það er eins og það sé ekki hægt að losna undan þessu. Verstir eru vinstrimenn sem þykjast vera hægri. Er ekki fokið í flest skjól þegar fólk er farið að leita eftir gömlum góðum gildum og frelsi til Rússlands? 

Kristinn Bjarnason, 29.12.2024 kl. 09:12

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar þennan þarfa pistil. Ég er þér algerlega sammála.  Það er tvennt sem mér finnst hámark fáránleikans í þessu sambandi. 

1. Að Vesturlönd skuli ekki ráðast gegn hryðjuverkamönnum Húta og knésetji þá í eitt skipti fyrir öll.  Það gengur ekki að þessir hryðjuverkamenn og sjóræningjar stundi sjórán svo það leiðir til þess að mörg skip sigla frekar meðfram Afríku sjóleiðina til Kína heldur en að nota Súesskurðinn. Í annan stað gengur ekki að þetta skítapakk skjóti eldflaugum á frjálst og fullvalda ríki. Í þriðja lagi gengur það ekki að þeim sé síðan haldið uppi af alþjóðlegum hjálparstofnunum á meðan þeir nota milljarða til vopnakaupa og illvirkja. 

2. Að Sameinuðu þjóðirnar skuli halda uppi áratugum saman svokölluðum Palestínuaröbum á Gaza og Vesturbakkanum Er ekki kominn tími til þess að þetta fólk komi á stjórn svo þeir geti brauðfætt sig eftir 75 ára flóttamannastöðu og stöðugum matargjöfum frá Sameinuðu þjóðunum auk annars.  

Jón Magnússon, 29.12.2024 kl. 22:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hamfarahlýunin virðist helst vera einhverskonar fáránleg háskólaspeki.  En hún kostar gríðarlega fjármuni af því að ofurauðvaldið fann leið til að græða á bullinu. 

Jón Magnússon, 29.12.2024 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 909
  • Sl. sólarhring: 909
  • Sl. viku: 2315
  • Frá upphafi: 2495843

Annað

  • Innlit í dag: 841
  • Innlit sl. viku: 2138
  • Gestir í dag: 806
  • IP-tölur í dag: 778

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband