Leita í fréttum mbl.is

Ekki meir ekki meir.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna(SÞ) kommúnistinn Guterres fordæmdi í gær loftárásir varnarsveita Ísrael á Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin í Yemen.

Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin sem klerkastjórnin í Íran notar til óhæfuverka og styður með vopnasendingum hefur á annað ár skotið flugskeytum á Ísrael og valdið töluverðu eigna- og manntjóni. Þeir hafa stundað sjórán um árabil og iðulega tekið kaupskip í gíslingu. Það raskar ekki ró Guterres heldur að brugðist sé til varna gagnvart þessum rumpulýð.

Houti öfga- og hryðjuverkasamtökin eru eins og önnur þessarar gerðar í þessum heimshluta. Þeir hafa engar áhyggjur af öryggi og velferð eigin borgara. Þeir eru í heilögu stríði gegn stóra Satan þ.e.Vesturlönd og Ísrael.

Yemen brauðfæðir sig ekki og færðu ríki hins stóra Satans fyrir tilstilli SÞ þeim ekki ríkulegar matargjafir væri hungursneyð í landinu. 

Guterres hefði fyrir löngu átt að hafa forgöngu um að SÞ gripi til aðgerða gagnvart Houti vígasveitunum og stöðvuðu ógnir þeirra gagnvart öðrum fullvalda ríkjum og sjórán. En það hefur hann ekki gert og ekkert raskar geðhrifum þessa ónýta framkvæmdastjóra nema þegar gripið er til varna gagnvart þessum óaldarflokki. Þarf meira til að sýna hversu gjörsamlega vanhæfur þessi maður er?

Raunar er af nógu að taka. Guterres framkvæmdastjóri hefur það helst til málanna að leggja, að rýra lífskjör á Vesturlöndum með því að krefjast þess að þau dragi úr framleiðslu vegna þess að jörðin sé að stikna úr hita (við finnum nú heldur betur fyrir því þessa dagana) og Evrópa þurfi að taka frá fleiri hælisleitendum. En hann gerir ekki sömu kröfur á hendur Kína, Saudi Arabíu eða Japan svo dæmi séu nefnd. 

Hvenær ætla Vesturlönd að vakna og reka óværu eins og Guterres til að SÞ. geti á ný öðlast þann sess sem þetta þjóðarráð á að hafa.  

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 67
  • Sl. sólarhring: 1020
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2451865

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 3315
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband