Leita í fréttum mbl.is

Þrettándinn

Þrettándinn er síðasti dagur jólahátíðarinnar sem byrjar að kvöldi þ.24.desember og lýkur þ. 6. janúar. Hvers vegna er þetta svona. Sumum dettur í hug, að þetta sé vegna íslensku jólasveinanna,en það fer þá í bág við hugmyndina um að þeir séu einn og átta eða alls níu.  Þá rímar það ekki við þá skoðun ýmissa annarra þjóða að jólasveinninn sé aðeins einn. 

Hátíð þrettándans er ekki mikil eða merkileg hér á landi, en í ýmsum öðrum löndum er þetta einn helsti hátíðisdagur jólahátíðarinnar t.d. í grísku kirkjunni og á Spáni er þetta kallað dagur konungana og farið er í skrúðgöngur og gefnar jólagjafir. 

Þessi þrettán daga jólahátíð er tilkomin vegna snjallrar málamiðlunar í árdaga kristninnar þar sem vestræna eða rómverska kirkjan taldi fæðingardag Jesú vera þ.24.des og sú gríska þ. 6 jan. Góð ráð voru því dýr og samkomulag varð um að fæðingarhátíðin væri þessa þrettán daga þannig að allir fengju jafnt fyrir snúð sinn.

Óneitanlega snilldarsamkomulag,sem hefur gefist vel í hartnær 2000 ár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 549
  • Sl. sólarhring: 706
  • Sl. viku: 2511
  • Frá upphafi: 2455802

Annað

  • Innlit í dag: 520
  • Innlit sl. viku: 2348
  • Gestir í dag: 506
  • IP-tölur í dag: 498

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband