Leita í fréttum mbl.is

Fordæða fjölmenningarinnar

Í fjölmörgum enskum borgum hafa gengi Pakistanskra karla komist upp með að misbjóða, nauðga og hneppa varnarlaus stúlkubörn í kynlílfsánauð og yfirvöld í Bretlandi brugðust alls staðar. Lögreglan, barnaverndarnefndir, stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Elon Musk spurði um daginn, hvernig gat þetta gerst og af hverju er engin dregin til ábyrðar? 

Dálkahöfundurinn Allison Pearson skrifaði athyglisverða grein í Daily Telegraph í gær um þetta. Ég leyfi mér að birta hana í lauslegri þýðingu. 

"Einu sinni var gott og göfugt land og fólk sem bjó í löndum sem hvorki voru góð né göfug og fólk sem bjó í þessum löndum, sem hvorki var gott eða sanngjarnt, ferðaðist til góða landsins og gerði það að heimili sínu af því að það vissi að það var gott.

En sumir karlmenn sem gerðu góða landið að heimili sínu komu með gildi frá upprunalöndum sínum, sem voru hvorki góð né sanngjörn. Slíkir menn hötuðu stúlkubörn sem þeir sáu í góða og göfuga landinu. Stúlkurnar voru hvítar en ekki siðsamar, þær voru skítugir villutrúarmenn, sem fóru um einar eins og þær væru strákar. Komumennirnir fyrirlitu þær og tældu, sem leiddi til að þeir fyrirlitu stúlkubörnin enn meir. 

Ófreskjurnar en það var einmitt það sem þessir menn urðu með tímanum misbuðu og misnotuðu þúsundum stúlkna - svo margar að engin veit með vissu hve margar þær voru og munu aldrei fá að vita það, af því að sumar eru týndar eða myrtar. Ófreskjurnar dældu í þær eiturlyfjum og mútuðu þeim og gerðu þær að kynlífsþrælum og brenndu stundum upphafsstafi sína í hold þeirra. Þeir komu fyrir allskyns hlutum í líkama þeirra svo þær gætu betur gagnast allt að fjórum mönnum í einu.

Það getur verið erfitt að skilja þetta kæri lesandi, en fólkið í góða landinu verndaði ekki dætur sínar. Mér þykir leitt að segja að þær voru skildar eftir varnarlausar á víðavangi til að mæta örlögum sínum.

Lögreglan sem hefur þær skyldur að gæta þeirra sem eru berskjaldaðastir og varnarlausastir annaðhvort handtók stúlkurnar, gerði ekkert með beiðnir þeirra um hjálp eða skildu þær eftir hjá kvölurum sínum. Vegna þess að góða og göfuga landið hafði orðið fyrir því að verða hneppt skrýtin álög, sem voru kölluð fjölmenning. Þau álög sögðu að engu skipti hve illir aða spilltir mennirnir væru við stúlkubörnin, það mætti aldrei tala um það. Þetta var að vera hnepptur í svarta galdur og hvílíkt óhugnanlega öflug voru þessi álög. Þau voru nógu sterk til að víkja burt réttlæti og samúð. Ekki nóg með það þau leiddu til þess að hver sem þorði að segja að Pakistanskir múslimakarlar væru að misnota hvítar stúlkur varð sekur af því að öll menning er jöfn, jafnvel menning þeirra, sem trúa ekki á jafnrétti, eða segja að stúlkur sem eru ekki hreinar meyjar séu hórur og eigi skilið að verða refsað.

Allir sem börðust gegn þessun álögum sem rugluðu landsmenn þeirra voru kallaðir "rasisar" kynþáttahatarar. Það að vera rasisti jafngilti því að þú værir afturhaldssinni eða hægri öfgamaður. Að vera rasisti eða afturhaldssinni eða hægri öfgamaður átti fólk að hata og það miklu frekar en þá sem misnotuðu og nauðguðu hvítum stúlkubörnum eða þannig var fólkinu í góða landinu sagt að þetta ætti að vera af leiðtogum sínum og fréttamiðlum.

Þegar ófreskjurnar bölvuðu stúlkubörnunum, sem þeir voru að nauðga og kalla þær "hvíta drusla" eða "hvíta k    " þá lýsti það engum rasisma eða kynþáttafordómum af því að fjölmenningin og BBC sagði að það gæti ekki verið þannig.

Nokkrar hugdjarfar konur sem vöknuðu upp úr álögunum og héldu því fram að ungum stúlkum væri hætta búinn af breskum Pakistönskum mönnum, voru úthrópaðar og þvingaðar til að biðjast afsökunar á því að vera svona skeytingalausar í orðavali eða þær misstu þingsæti sín eða sæti í skuggaráðuneytinu. En hið illa- þessi hræðilega illska sem landið hafði ekki þekkt í meir en þúsund ár, hélt áfram í góða sanngjarna landinu. 

Yfirvöldin sem voru í vitorði með þessum hryllingi vildu tryggja að það mætti aldrei nefna þetta hatur á nafn og stúlkubörnin máttu ein þola kvalirnar og pínuna áfram. Nauðgarar þeirra fengu aðgang að börnunum sem þeir höfðu komið fyrir með nauðgunum sínum. Já þannig var það. Svo sterkt var fjölmenningarhjalið að það leiddi til þess að fólk yfirgaf eigin gildi,sem því hafði verið innprentað að það ætti að vernda frá barnæsku.

Ófreskjurnar voru ekki reknar frá góða og sanngjarna landinu. Ekki einn einasti þeirra var sendur aftur til landanna sem eru hvorki góð eða sanngjörn vegna þess að þá hefði mannréttindi þeirra veri brotin.

Einn góðan veðurdag kom ríkasti maður heims og sá hvað hafði gerst og braut e.t.v. þessi svörtu álög. Elon hafði lesið útskrift dómstóla sem sagði hvað þessar ófreskjur höfðu gert við stúlkubörn. Hann gat ekki trúað því að svona ótrúleg siðspilling,fólskuverk og óeðli hefði fest rætur í góða og sanngjarna landinu.

Elon gat ekki samþykkt að þúsundir hvítra stúlkubarna skyldu hafa verið notaðar sem fórn til að fullnægja guðum fjölmenningarinnar. Hann fordæmdi í réttlátri reiði sinni huglausu leiðtoga landsins og í örvinglan sinni hrópuðu þeir "rangar upplýsingar".

En fólkið var ekki tilbúið til að taka undir það. Það hafði vaknað af álögunum og sá hryllingin sem ófreskjunum hafði verið leyft að komast upp með og þegar álögin brustu kom í ljós hversu ill dulsögnin um fjölmenninguna var þegar hún kom í ljós grímulaus. Fólkið náði áttum á ný og krafðist þess að hinum seku yrði refsað jafnvel þeim sem sætu í mestu virðingar- og valdstöðum í landinu.

Þar sem þetta er ævintýri tel ég að það gæti verið ágætt að segja að þau hafi öll lifað góðu lífi það sem eftir var, jafnvel eftir að samþykkt hefði verið að allar ófreskjurnar þyrftu að yfirgefa landið við mikinn fögnuð þjóðarinnar. Samt sem áður er stór og skammarlegur blettur kominn á sögu góða og göfuga landsins,sem aldrei verður hægt að má af. Skömm gagnvart hinum siðmenntaða heimi.

Þeim hryllingi má ekki gleyma þar sem varnarlaus stúlkubörn voru misnotuð, pyntuð og þeim var leyft að þjást og deyja til að komist yrði hjá því að hugsanlega gæti það hlaðið undir kynþáttahatur. Sú fórn á altari fjölmenningarinnar var algjörlega siðlaus." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir nokkrum árum horfði ég á heimildarmynd um stúlkurnar í Rochdag. Þar kemur Tommy Robinson fyrir en fréttamenn á Ruv kölluð hann hryðjuverkamann ekki alls fyrir löngu.

Hvet alla til að horfa, fá innsýn í málið.

Betrayed Girls | The Rochdale Scandal | Documentary | 2017 --- click https://fb.watch/50D4kaaZ9I/ - YouTube

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 13:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, og takk fyrir að birta þessa þýðingu.

Þegar maður les þetta nútímaævintýri, þá blikna þau eldri, jafnvel þegar illa nornin sem lagði svefnálög á Mjallhvít var látin dansa dauðadansinn í glóandi járnskóm.  Sem barni fannst mér það illt að enginn, sama hver gjörð hans var, ætti slík örlög skilið.

Samt á þetta ævintýri, og reyndar öll þau sem ég las, og las ég þau mörg, engan samanburð við þetta nútímaævintýri, þessa sögn, sem gæti verið frá svörtustu forneskju, en er því miður sönn, og gerðist meðal vor.

Voðamaður þessi Musk að benda á þessa glæpi Góða fólksins og Rétthugsunar þess, því gerendurnir eru aðeins peð, knúnir áfram af arfleið kynkúgunar ásamt trúarhugmyndum að þeir séu æðri, og við hin séum svona skítur sem er réttdræpur, nema að á meðan þeir geta ekki útrýmt okkur, þá megi þeir nauðga dætrum okkar, sakleysi okkar.

Það sem þeir vissu ekki þá, var að þeir myndu komast upp með svívirðu sína.  Munum Jón að þetta var fyrir þá daga að Rúv talaði um gísla Hamas sem handtekið fólk, eða að núverandi utanríkisráðherra styður voðaverk samtakanna.

Þann stuðning við voðaverk Íslamista og villimennsku þeirra, hryðjuverk, þjóðarhreinsanir, einbeittan vilja til að útrýma öðrum sem játa ekki voðatrú þeirra, á sér rætur.

Og Musk spurði, líkt og stelpan sem horfði á hinn klæðlausa keisara, spurði líka af hverju keisarinn væri ekki í fötum, af hverju komast voðamenni Íslamista upp með þessa aðför að sakleysi, trausti, að því sem okkur er heilagast, börnum okkar, þeim sem eiga landið að erfa, þeim sem eru okkar framtíð??

Hann gat ekki trúað að  "svona ótrúleg siðspilling,fólskuverk og óeðli hefði fest rætur í góða og sanngjarna landinu", og fékk fordæmingu fyrir.

 

Þar er fremstur í flokki núverandi forsætisráðherra Bretlands, sá sem situr í valdastóli vegna stuðnings og atkvæða Íslamista. Atkvæða sem hann fékk fyrir að líta í hina áttina, sem væri sök sér, en hann beitti valdi sínu til að krefja löggæsluyfirvöld um sömu hundsun á glæpum,glæpum sem tungumál okkar á fá orð til að lýsa alvarleik þeirra og viðurstyggð.

 

Sekt þessa aumingja var augljós þegar hann í varnarræðu sinni fyrir framan hljóðnema þeirra fjölmiðla sem þögðu yfir viðurstyggðinni á sínum tíma, að hans verk væru opinber, það væri ekkert sem hann hefði gert sem hefði ekki verið rannsakað fyrir dómi.

 

 

Þessi auma mannvera stýrir Bretlandi í dag.

 

 

En hann á sér margar bræður og systur, líka hér á landi, líka í röðum ykkar hægrimanna, hvort sem það er hjá Evrópuútibúi ykkar, eða þeim sem ennþá fara með lyklavöld í Valhöll.

 

Og þið Jón, ætlið að kjósa svona lið.

 

Sem aftur vekur upp spurningu um smánina, þeirrar sem minnst var í þínu  þýdda ævintýra, sem fékk að vaxa í illsku sinni, því enginn sagði neitt.

 

Horfðu undan eða tóku undir.

 

Þú ert í miðri á Jón, þú hefur val að fara yfir og taka slaginn, eða snúa við og gefast upp fyrir ómennskunni.

 

Fyrir Hamas, fyrir nauðgurunum, fyrir Íslamistum.

 

Því það er ekki bara Starmer og Þorgerður sem ganga í takt með þessu voðafólki.

 

En kannski er auðveldara að benda fingur út í fjarskann.

 

Það er samt ekki stórmannlegt Jón.

 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2025 kl. 17:40

3 Smámynd: Jón Magnússon

Fréttastofa RÚV slær jafnvel BBC fréttastofuna út þegar kemur að meðvirkni með hælisleitendum og er sú fréttastofa sem gengur lengst í Evrópu af opinberum fréttastofum að berjast fyrir opnum landamærum.

Jón Magnússon, 9.1.2025 kl. 20:30

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott og traust innlegg Ómar.  Ég skil þó ekki alveg hvað þú átt við hvort ég ætli ekki að láta til mín taka í þeirri mannréttindabaráttu sem rætt er um í greininni og látið að því liggja. Ég hef beitt mér mjög ákveðið í þessum málum bæði hvað varðar hælisleitendamálin og varað við Íslömsku ógninni. Ég hef verið kallaður rasisti, nasisti, hægri öfgamaður og jafnvel morðingi vegna þeirrar afstöðu minnar sem og afstöðu með varnarsveitum Ísrael gegn Hamas hryðjuverkasamtökunum. Ég geri mér líka grein fyrir vinstri woke stefnunni sem Viðreisn ætlar að reka í ríkisstjórninni umfram aðra flokka sem þar sitja. En endilega segðu mér hvar brást ég og hvað get ég gert betur. Ég hef ekki áhuga á að sitja auðum höndum eða með hendur í skauti í þessum málum. Þannig að ég heyri frá þér kæri vin helst þá á mailinu mínu sem þú ert með. 

Jón Magnússon, 9.1.2025 kl. 20:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég veit það Jón, er ekki alveg fæddur í dag.

Og þú hefur aldrei brugðist, aldrei.

En fyrst ég fékk útás á Starmer, það er að losna við gufuþrýsting bak við hægra eyrað, eftir að ég horfði á fréttainnskot þar sem varnarræða hans gegn Musk, var ræða sektar, þá gat ég ekki stillt mig um að blanda formannskjöri Sjálfstæðisflokksins inní málið.

Mér vitanlega hefur ekkert af þessu fólki sem talið er líklegast í formannsslaginn stigið upp og fordæmt undanlátsemi Rétthugsunar Góða fólksins gagnvart Íslamistum og þeirri ógn sem siðmenningunni stafar af þeim.

Heyri frekar vælið um að Ísland eigi að fylgja alþjóðastofnunum sem eru undir hæl Persaflóauðsins.

Af hverju heldur þetta fólk í eina mínútu, að þannig séð frjálslynd ríkisstjórn Bandaríkjanna taki ekki undir ásakanir Alþjóðaglæpadómstólsins vegna þess að hún sé undir hæl bandarískra gyðinga??

Hvarflar ekki að því að það sé vegna þess að ásakanirnar eru rangar, fara gegn alþjóðalögum??

Allt þetta fólk gæti verið í Viðreisn, og það tæki enginn eftir áherslubreytingum í málflutningi þess.

Ykkur vantar trúverðugan frambjóðanda Jón, svo flokkur ykkar lifi af uppgjör mannsandans við tómhyggju og forheimsku Góða fólksins.

Það er ekki bara minn siður að fara beinu leiðina að efninu, tel að krókaleiðirnar veki stundum upp hugsun úr djúpi heilans kennda við undirmeðvitund eða það sem er bak við eyrað.

Þó ekki nema einn spái í þetta samhengi sem ég teikna upp, þá er stór sigur unninn.

Hægri menn þurfa að rífa af sér fjötra þess að skammast sín fyrir allt sem þeir eru og þora að vera hægri menn.

Það er ekkert að því að hafa trú á þjóð sína, menningu hennar og gildi.  Það er ekki gamaldags, púkalegt eða eitthvað sem tilheyrir liðnum tímum.

Hvað þá að slíkt geri menn að öfgamönnum eða flokk þeirra að öfgaflokki.

Til þess þarf samt forystu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2025 kl. 23:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Ómar að Sjálfstæðisflokkurinn brást í innflytjendamálunum en fór að sýna nokkra rögg þegar Sigríður Andersen varð dómsmálaráðherra og síðan Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir þó meira þurfi til. Ótrúlegt samt og flokknum til vansa að hafa staðið gegn eðlilegum aðgerðum í útlendingamálum í tæp 10 ár og stillt sér upp með vinstri flokkunum í þeim málum og skipað þverpólitískar nefndir til að semja fráleit og ómöguleg lög um útlendingamál. 

Nú hefur Brynjar Níelsson boðað framboð sitt í formann Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur alla vega ekki hvikað. Spyrjum því að leikslokum. 

Jón Magnússon, 11.1.2025 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 65
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1542
  • Frá upphafi: 2488160

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 1411
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband