Leita í fréttum mbl.is

Ekki bregður fréttastofa RÚV vana sínum

Í gær birti ég umfjöllun um hryllinginn þegar tugir þúsunda jafnvel milljón varnarlausra ungra breskra stúlkna voru hnepptar í kynlífsánauð allt niður í 11 ára gamlar stúlkur, þar sem þeim var hópnauðgað, hellt yfir þær bensíni og hótað að kveikja í ef þær hlýddu ekki. Yfirvöld brugðust. Lögregla,stjórnamálamenn, barnarverndaryfirvöld og fréttamiðlar. 

Fréttastofu ríkisútvarpsins hefur ekki þótt þetta skipta svo miklu máli að ástæða sé til að fjalla um þetta hvað þá að kalla til einhvern af sínum rómuðu fréttaskýrendum. 

Þessi mál múslimsku karlabba frá Pakistan, sem voru með nauðgunargengi í mörgum borgum Bretlnds komst aftur á dagskrá vegna ummæla Elon Musk. Ekki orð um það hjá RUV, en þess í stað kom ekki frétt, þar sem vísað væri til að margir fordæmdu Musk fyrir viðræður við hægri sinnaða stjórnmálamenn í Evrópu. Af alkunnri hlutlægni RÚV var talað við sósíalistana forsætisráðherra Noregs, Þýskalands og Bretlands.

Yfirbragð fréttarinnar var að Musk væri að takmarka tjáningarfrelsið. Staðreyndin er þó sú, að hann opnaði fyrir möguleika fólks til tjáningar þegar hann fór að reka X svo mjög að nú segist eigandi Facebook að þeir muni draga úr ritskoðun. 

Ekki var hinsvegar minnst á það hjá fréttastofu RÚV að í gær fór fram atkvæðagreiðsla í breska þinginu um tillögu Kemi Badenoch formanns Íhaldsflokksins um opinbera rannsókn á nauðgunargengjunum og ábyrgð þeirra sem áttu að gæta öryggis okkar minnstu bræðra og systra en gerðu það ekki. Tillaga Kemi Badenoch var felld. Allir þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sjálfur hefur formaður flokksins Keith Starmer verið sakaður um að bera mikla ábyrgð í þessu máli. 

En hvað þurfa þingmenn Verkamannaflokksins að fela og hvaða hagsmuni eru þeir að verja með því að stilla sér upp við hlið nauðgunargengjanna og spilltu embættismannanna og hvaða hagsmuni er fréttastofa RÚV að vernda með því að skýra ekki frá neinu sem kemur illa við glansmyndina um fjölmenninguna.

Sú glansmynd fjölmenningarinnar hefur heldur betur verið dregin fram aftur og aftur í fréttamiðli allra landsmanna á meðan þess er vandlega gætt að skýra ekki frá neinu sem fellt gæti skugga á þá glansmynd.

M.a. þessvegna segir RÚV ekki frá því að 33% afplánunarfanga á Íslandi eru ef erlendu bergi brotin og 70% þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi á síðasta ári. Sennilega er það líka þess vegna sem fréttastofa RÚV segir ekki frá nauðgunargengjum múslímskra karlmanna í Bretlandi því ekkert kusk má koma á glansmynd fáránleikans sem RÚV ber svo innilega fyrir brjósti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvad?

Hver maerdi Thorgerdi Katrinu sem nu er utanrikisradherra og vill ganga i ESB?

Búhúhú, ae ae aumingja ek?

Ekki var sidasti utanrikisradherra betri.

Ad motmaela med evropusinnum i Georgiu.

L. (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 22:50

2 identicon

Starmer var hvorki meira né minna en ríkissaksóknari Englands og var yfir saksóknurum sem hilmdu yfir með gengjunum. Það þótt víst "rasismi" að rannsaka brotin sem oft voru augljós. Það var fyrst eftir morð á einu fórnarlambanna að málið kom upp á yfirborðið.

Frásagnirnar eru margar grátlegar. T.d. bað faðir einnar stúlkunnar lögregluna að sækja barnunga dóttur sína í hús þar sem henni var nauðgað. Hann var handtekinn fyrir óspektir utan við húsið!

Það er eitthvað bogið við ríkissaksóknara ýmissa landa.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég hver mærði Þorgerði Katrínu alla vega ekki ég. Alveg fráleitt af utanríkisráðherra að blanda sér í mótmælaaðgerðir í öðru ríki. 

Jón Magnússon, 11.1.2025 kl. 09:10

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hann virðist hafa mikið og stórt að fela því það var heldur betur algjör dagskipun hjá Verkamannaflokknum að allir greiddu atkvæði gegn tillögu formanns Íhaldsflokksins og hart gengið fram. 

Jón Magnússon, 11.1.2025 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 52
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 2488147

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1401
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband