Leita í fréttum mbl.is

Skyggnst um á liðinni öld

Ég lauk fyrir nokkru lestri bókarinnar M - samtöl. Í bókinni er úrval viðtala sem Matthías Johannessen fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins á við marga sem settu svip á fyrri hluta og miðja síðustu öld.

Matthías var snillingur í að draga fram aðalatriði í viðtölum við fólk og gera þau lifandi og skemmtileg. 

Viðtölin við Stein Steinar skáld eru gerð með þem listilega hætti og svo lifandi,að mér fannst ég vera með í samtalinu þó það væri tekið fyrir 70 árum. 

Sá þjóðlegi fróðleikur sem kemur fram í viðtölunum er síðan ómetanlegur. Samtalið við Hlín Johnson sambýliskonu Einars Benediktssonar er einkar fróðlegt hvað varðar samband þeirra og þeirri virðingu sem hún bar fyrir skáldinu sínu. Viðtal við Maríu Markan lýsir konu, sem taldi það skipta mestu að vinna fyrir þá sem áttu um sárt að binda og fyrir flokkinn sinn.

Lengi mætti áfram telja, en ég læt hér staðar numið að öðru leyti en því að benda á viðtalið við Guðmund Guðmundsson í Víði og þau lífsviðhorf, sem þar koma fram. Guðmundur braust áfram til ríkidæmis og atvinnusköpunar þrátt fyrir alvarlega fötlun. 

Viðtalsbók Matthíasar geymir ómetanlegan fróðleik um tíðarandann um miðja síðustu öld og viðhorf fólks sem setti svip sinn á  síðustu öld. Það er því óhætt að mæla með henni og eitt er víst að engum mun leiðast að lesa hana. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 386
  • Sl. sólarhring: 1151
  • Sl. viku: 5759
  • Frá upphafi: 2460376

Annað

  • Innlit í dag: 360
  • Innlit sl. viku: 5262
  • Gestir í dag: 350
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband