Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þingmaður?

Verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins að vera þingmaður? Það er ekki hæfisskilyrði skv. skipulagsreglum Flokksins. 

Á sínum tíma sátu eingöngu þingmenn í miðstjórn Flokksins. Haldið var, að þingmenn væru þeir allra hæfustu til að sitja í miðstjórn aðrir kæmu eiginlega ekki til greina.

Ekki var fallist á þessi rök þáverandi flokksforustu og einræði þingflokksins á stjórn Flokksins lauk þar með. Aldrei hefur það komið að sök.

Hvað skiptir mestu máli að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins geti og geri? Hvaða kröfur þurfum við að gera til hans?

Svari nú hver fyrir sig, en í mínum huga skiptir mestu að fá formann, sem byggir upp hugmyndafræðilega sterkan Sjálfstæðisflokk á grundvelli borgaralegra gilda og mannúðlegrar markaðshyggju, megrun báknsins og góðri fjármálastjórn.

Formann, sem er líklegur til að halda vel á málum í rökræðum við andstæðingana. Formann sem sættir ólík sjónarmið svo að Flokkurinn starfi sem ein órofa heild.

Næsta markmið er síðan að ná saman borgaralegum öflum í einn flokk á nýjan leik. 

Formaðurinn þarf því ekki að vera þingmaður, en hann verður að hafa þá kosti hvort sem hann er utan þings eða ekki að geta ráðið við ofangreind verkefni. 

Loks á Sjálfstæðisfólk að hafa þann lýðræðislega metnað, að allt flokksfólk hafi kosningarétt í formanns og varaformannskjöri. Annað sæmir ekki lýðræðisflokki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Las bókina hans Geirs um helgina
Það er í raun furðanlegt að gott fólk skuli vilja gefa kost á sér í þessa pólitík þar sem allt virðist leyfilegt til að ná sparki í andstæðinginn

Eftir lesturinn held ég í raun að niðurstöður síðustu kosninga hafi verið lokauppgjörið við hrunið sem skilaði ýmsum lýð inn á Alþingi sem nú hefur vonandi verið skolað út

Leiðtogar koma og fara sumir brenna hratt upp aðrir vaxa með hlutverkinu en einsog er þá er enginn augljós nýr formaður í þingflokki Sjálfstæðismanna

Grímur Kjartansson, 13.1.2025 kl. 09:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Flokkurinn hefur á að skipa mörgu hæfileikafólki. Hverja stingur þú upp á?

Geir Ágústsson, 13.1.2025 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1480
  • Frá upphafi: 2488098

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1357
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband