Leita í fréttum mbl.is

Áhersla á það mikilvægasta

Við höfum fylgst með hræðilegum gróðureldum í Los Angeles (LA) undanfarna daga. Eldurinn eirir engu og æðir áfram. Ótrúleg vandamál koma upp í slökkvistarfi m.a. vantar vatn á brunahana. LA er ekki landlukt, þess vegna er með ólíkindum að það skuli skorta vatn til slökkvistarfs.

Að vonum hlupu hamfarahlýnunarfólk upp með loftslagsvána og sögðu þetta dæmi um hamfarahlýnun af mannavöldum. Raunar bendir allt til að um manngerða íkveikju sé að ræða. 

Það er hins vegar ekki með öllu rangt aldrei þessu vant, að loftslagsváin svokölluð eigi sinn þátt í því hversu illa er komið í LA. Ekki vegna hlýnandi veðurs heldur áherslna stjórnvalda í LA og Kaliforníu sem hafa dregið saman fjárframlög til slökkvuliðsins, en aukið framlög til "loftslagsmála". 

Í pólitík er alltaf spurning um hvernig er forgangsraðað. Sömu krónunni verður aldrei eytt tvisvar. Þegar náttúruvá ber að höndum, þá er það iðulega svo að stjórnmálamönnum er ranglega kennt um. Nú háttar hins vegar svo til í LA, að stjórnendum borgarinnar öfgafólkinu úr Demókrataflokknum er að nokkru um að kenna hvernig komið er.  Yfirvöld í LA ákváðu nefnilega að greiða gríðarlegar fjárhæðir til svonefndra loftslagsmála á sama tíma og slökkviliðið var fjársvelt. 

Dyggðaflöggun vinstri sinnaðra "woke" stjórnmálamanna virðist því miður girða fyrir augsýn þeirra á heilbrigða skynsemi og nauðsynleg úrlausnarefni og hvað skipti öryggi borgaranna mestu máli. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 644
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 6365
  • Frá upphafi: 2462186

Annað

  • Innlit í dag: 591
  • Innlit sl. viku: 5788
  • Gestir í dag: 562
  • IP-tölur í dag: 547

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband