Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna Evrópusambandið?

Á sama tíma og Evrópusambandið (ES) á í miklum og vaxandi vanda er ríkisstjórn á Íslandi, sem telur á trúarlegum forsendum að mikilvægt sé að Ísland gangi í ES.

Framleiðsla, framleiðni og hagvöxtur í Evrópu er á niðurleið. Fjölda innflutningur fólks hefur lamandi áhrif og ríkisskuldir flestra aðildarríkjanna aukast. Evrópa er meginland sem er í alvarlegri efnahagskreppu.

Í mörg ár hefur stjórnmálastétt Evrópu verið haldin hugmyndafræðilegum ranghugmyndum, sem veldur alvarlegri hnignun. Miðstýrð stjórnsýsla setur regluverk og efnahagsstefnu, sem dregur úr hagvexti og leggur þyngri og þyngri byrðar á framleiðendur og flóknara regluverk. Evrópa dregst aftur úr Bandaríkjunum og fleirum vegna óstjórnar og dyggðaflöggunar fáránleikans.

Mótmæli bænda vítt og breitt um Evrópu á síðasta ári sýna vel hvað skrifstofuveldi ES í Brussel er komið algjörlega úr takt við raunveruleikann og hvað þarf til að hægt sé að stunda arðbæran atvinnurekstur.

Forustlönd Evrópu eiga bæði í efnahagsvanda auk stjórnmálavanda. Stjórnmálastéttin í Frakklandi neitar að horfast í augu við að áframhaldandi skuldasöfnun gengur ekki. Öflugasta ríki ES, Þýskaland stendur frammi fyrir miklum efnahagslegum vandamálum. Ráðandi stjórnmálaöfl í Þýskalandi hafa ekki hugrekki til að yfirgefa stefnu hnignunar og orkuskorts og vilja lappa upp á ónýtt kerfi. Hvaða hagkvæmni getur verið fólgin í því fyrir Ísland að fara í aðildarviðræður við ES þegar þessar staðreyndir blasa við?

Við eigum ekki að ganga í bandalag sem skerðir hagsmuni okkar og kemur í veg fyrir framfarasókn íslensku þjóðarinnar. ES er þar af leiðandi ekki valkostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Verst er að Ísland innleiðir alltaf stífustu útgáfuna af tilskipunum ESB. Í Danmörku er ennþá hægt að fá ókeypis plastpoka í grænmetisdeildinni og við kassann og kaupa burðarpoka úr þykku og sterku plasti. Ekki er ESB að banna plastpoka á Íslandi.

Geir Ágústsson, 16.1.2025 kl. 11:02

2 identicon

Yngsta sjálfráða kynslóðin ræður og mun líklega velja ES.

Skiptir engu hvort fullveldið sé meiri sannleikur en lygasagan um sjálfstæði Íslands, sem snerist eingongu um sjálfstæði utanríkismála sem og leiddi til þess að "sjálfstæði" utanríkismála Íslands yfirfærðist á annað ríki.

Tími til kominn að eldri kynslóðin viðurkenni mistok sín og uppfræði yngri kynslóðir.

Íslendingar hafa að mestu verið uppteknir að bjarga sér og sínum og lítt uppteknir við að berja sér á brjóst og panta pítsur með ananas.

Íslensk þjóð hefur haft meira fyrir því að halda lífi en nokkur onnur Evrópsk þjóð.

Holdum því áfram!

L (IP-tala skráð) 17.1.2025 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 969
  • Sl. sólarhring: 1145
  • Sl. viku: 4785
  • Frá upphafi: 2466327

Annað

  • Innlit í dag: 888
  • Innlit sl. viku: 4442
  • Gestir í dag: 808
  • IP-tölur í dag: 787

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband