Leita í fréttum mbl.is

Orkuskortur er ekki slys

Hvers vegna er stöðnun í Evrópusambandinu (ES) og Bretlandi á meðan allt annað er að gerast í Bandaríkjunum. Mismunurinn hvað varðar orkumál er áberandi. Bretland og ES ríkin gera allt til að rýra samkeppnishæfni sína á grundvelli kolefnisjöfnunar (net zero)en á sama tíma lofar Trump að styrkja orkugeirann til að koma á efnahagslegum stöðuleika, betri lífskjörum og framförum.

Orkuskortur Evrópu er ekki slys heldur afleiðing af röngum ákvörðunum og forgangsröðun á grundvelli grænu hugmyndafræðinnar sem er látin ráða umfram heilbrigða skynsemi. Þetta rugl knúði líka dyra hjá okkur og náði hámarki með innleiðingu orkupakka ES og margvíslegri löggjöf til að leggja hömlur á eðlilega orkuöflun. Afleiðing þess sést m.a. í því að ekki má lengur virkja álitlegar sprænur vegna innleiðingar ES reglna og óvandaðrar lagasetningar Alþingis m.a. vegna bullhugmynda Vinstri grænna með meðábyrgð Sjálstæðis- og Framsóknarflokks. 

Forsenda velfarnaðar er að standa utan ES sem sjálfstæð fullvalda þjóð og neita að taka upp regluverk sem er kyrkingaról um framleiðslu, skattlagningu og lífskjör í landinu.

ES er ekki tilbúið til að móta stefnu styrkleika eins og Trump ætlar sér að gera í Bandaríkjunum. Eftir að ES hefur verið í stöðugri afturför miðað við aðrar iðnvæddar þjóðir væri ánægjulegt að heyra nýar og framsæknar raddir frá Brussel, en það gerist því miður ekki. Þar vantar forustu og nýja nálgun. 

Evrópa á merkustu söguna vegna þess að fólk og þjóðir höfðu hugrekki til að tryggja almenn mannréttindi, frelsi atvinnulífsins og samkeppni til að fullkomna þá möguleika sem voru og eru fyrir hendi. Við eigum að vera kyndilberar þess sem gerði Evrópu sterka með því að sýna hugvit, dirfsku og skynsemi. Það gerum við utan ES af því að þangað er ekkert að sækja.

Við þurfum allra síst að fara yfir bæjarlækinn til að sækja ráð hjá þeim, sem eru að glutra öllu niður um sig.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Putin var spurður hvort Rússland hefði áhrif á forseta kosningar í Bandaríkjunum.

Svar hans var að stefna Bandaríkjana væri fyrirfram ákveðin , þannig það væri ekkert sem Rússar gætu haft áhrif á.

Eina erlenda þjóðin sem kemst upp með að hafa áhrif í Bandaríkjunum er Ísrael, og það í gegnum APAIC.

Trump varaði þjóðverja á sínum tíma að vera einum of háðir Rússum í orkumálum, þjóðverjar hlógu.

Ætli Trump sé skyggn?

Held að hver vitiborinn maður ætti að gera sér grein fyrir hvað hefur skeð.

L (IP-tala skráð) 17.1.2025 kl. 00:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er ekki oft sem maður les skynsöm orð hjá fólki sem Sjálfstæðisflokkurinn býður fram til Alþingis.

Með fullri virðingu fyrir flokki þínum og frambjóðendum undanfarinna ára þá er þetta oftast einhver froða og væl.

Líklegast var það átakanlegasta ískrið að hlusta á Óla Björn að skrifa enn einn pistilinn gegn regluverki, skriffinnsku og öllu því óhagræði og kostnaði sem slíku fylgdi, og síðan ekki aðeins sleppa að minnast á orsökina, EES samninginn, heldur telja hann einhvern hornstein viðskipta þjóðarinnar við umheiminn.

Síðan voru stelpurnar ykkar, þær þarna sem eru taldar líklegar til að taka við að Bjarna, uppfullar af kjaftæði hins pólitíska Rétttrúnaðar Góða fólksins (þeir sem tala ekki íslensku tala um woke), og eru það enn.

Að vera ofarlega á lista og hafa kjark til að segja þessi orð; "Forsenda velfarnaðar er að standa utan ES sem sjálfstæð fullvalda þjóð og neita að taka upp regluverk sem er kyrkingaról um framleiðslu, skattlagningu og lífskjör í landinu", orð sem lýsa kjarna flestra meinsemda þjóðarinnar, er merkilegt Jón.

Upprisa flokks þíns er háð skilning á þessum orðum, feigð hans að hundsa þau.

Þú rífst nefnilega ekki við hjól tímans, og það hjól liggur frá froðu og kjaftæði Rétttrúnaðarins, frá regluverki ESB, frá glóbalinu sem leggur niður störf og flytur framleiðslu sína í þrælabúðir Fjarskaistan, til heilbrigðar skynsemi.

Og fyrir þinn flokk, að vera íhald, og skammast sín ekkert fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2025 kl. 17:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Ómar. Er að mestu leyti sammála þér eins og jafnan.

Jón Magnússon, 20.1.2025 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 39
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 1516
  • Frá upphafi: 2488134

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1388
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband