Leita í fréttum mbl.is

Í mesta lagi framkvæmdastjórar

 Á sínum tíma var prestur utan af landi sakaður um að hafa verið að kíkja á glugga hjá ungum stúlkum að kvöldlagi. Þótti þetta hið versta mál og var prestur handtekinn. Stuttu síðar áttu þeir spjall saman sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup í Dómkirkjunni og Páll Ísólfsson vinur hans og organisti. Páll færði þetta athæfi prestsins í tal og sagði við sr. Bjarna.  "Finnst þér þetta ganga sr.Bjarni fyrir prest." Sr. Bjarni svaraði að bragði.

"Nei í besta falli fyrir organista."

Nú hefur Samfylkingin fundið sína fjöl um hvað gengur fyrir hvern. Dóni, sem talar niður til kvenna og sýnir megnustu kvennfyrirlitningu í ræðu og riti getur ekki verið þingmaður flokksins en gengur sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Þórður Snær Júlíusson var neyddur til að segja af sér þingmennsku fyrir flokkinn vegna dónaskapar í garð kvenna, en að mati forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar þá gengur það að framkvæmdastjóri þingflokksins sé dóni gagnvart konum þó hann geti ekki verið þingmaður. 

Eða eins og kerlingin sagði það er sitthvað Ólafur Pá eða Ólafur uppá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2488162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1352
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband