Leita í fréttum mbl.is

Frábær innsetningarræða Trump

Það var með eftirvæntingu sem ég settist niður til að hlusta á innsetningarræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafði lofað ýmsu og spurning var ætlar hann að standa við stóru orðin? Í innsetningarræðunni gaf hann ekkert eftir. 

Hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna er svo mikill eftir Biden stjórnina að gert er ráð fyrir að Bandaríkin þurfi að taka 2 trilljónir dollara að láni á hverju ári fram á næsta áratug ef ekkert verður að gert. Heldur betur verk að vinna fyrir Musk og Trump að draga úr ríkisútgjöldum og auka hagvöxt í landinu það ætla þeir að gera. 

Trump lofaði því í kosningabaráttunni, að hlutast til um að ólöglegum innflytjendum yrði vísað úr landi. Talið er að um 11 milljón manns séu ólöglega í landinu þannig að það er verk að vinna. Það verk þyrftum við líka að vinna og verðum að vinna ef við ætlum ekki að drukkna í þjóðahafinu. Í ræðu sinni ítrekaði Trump stefnu sína og sló ekkert af varðandi múrinn á landamærum Mexícó og Bandaríkjanna.

Trump hefur lofað að orkuverð muni lækka um helming innan 12 mánaða frá því að hann tekur við embætti með því að auka þróun og notkun jarðefnaeldsneytis. Í ræðu sinni ítrekaði Trump þetta og sagðist ætla að láta bora og bora eftir olíu. Heldur betur annað en hjá Evrópusambandinu þar sem orkuverð hefur hækkað og hækkað og er mun hærra en í Bandaríkjunum. Stefna Trump er ávísun á hagvöxt og betri lífskjör. Stefna Evrópusambandsins er hærra orkuverð og verri lífskjör. 

Trump var óhræddur við að segja sannleikann í líffræði, að það væru  bara tvö kyn karlar og konur. 

Það var ferskur tónn og óvægin gagnrýni á Biden óstjórnina og heldur betur tekið á loftslagsruglinu og woke hugmyndafræðinni. 

Þessi ræða Trump var sterk og vonandi tekst honum vel upp. 

Tvennt sem ég hjó sérstakelga eftir, sem var frábært. 

Trump talaði um að vinna sigur með því að þurfa ekki að fara í stríð . Einnig að Bandaríkin ættu að vera litblind en meta hvern einstakling út frá hæfi viðkomandi.

Sterk ræða og frábær. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimm?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1280
  • Sl. sólarhring: 1298
  • Sl. viku: 5096
  • Frá upphafi: 2466638

Annað

  • Innlit í dag: 1167
  • Innlit sl. viku: 4721
  • Gestir í dag: 1006
  • IP-tölur í dag: 966

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband