Leita í fréttum mbl.is

Frábær innsetningarræða Trump

Það var með eftirvæntingu sem ég settist niður til að hlusta á innsetningarræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafði lofað ýmsu og spurning var ætlar hann að standa við stóru orðin? Í innsetningarræðunni gaf hann ekkert eftir. 

Hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna er svo mikill eftir Biden stjórnina að gert er ráð fyrir að Bandaríkin þurfi að taka 2 trilljónir dollara að láni á hverju ári fram á næsta áratug ef ekkert verður að gert. Heldur betur verk að vinna fyrir Musk og Trump að draga úr ríkisútgjöldum og auka hagvöxt í landinu það ætla þeir að gera. 

Trump lofaði því í kosningabaráttunni, að hlutast til um að ólöglegum innflytjendum yrði vísað úr landi. Talið er að um 11 milljón manns séu ólöglega í landinu þannig að það er verk að vinna. Það verk þyrftum við líka að vinna og verðum að vinna ef við ætlum ekki að drukkna í þjóðahafinu. Í ræðu sinni ítrekaði Trump stefnu sína og sló ekkert af varðandi múrinn á landamærum Mexícó og Bandaríkjanna.

Trump hefur lofað að orkuverð muni lækka um helming innan 12 mánaða frá því að hann tekur við embætti með því að auka þróun og notkun jarðefnaeldsneytis. Í ræðu sinni ítrekaði Trump þetta og sagðist ætla að láta bora og bora eftir olíu. Heldur betur annað en hjá Evrópusambandinu þar sem orkuverð hefur hækkað og hækkað og er mun hærra en í Bandaríkjunum. Stefna Trump er ávísun á hagvöxt og betri lífskjör. Stefna Evrópusambandsins er hærra orkuverð og verri lífskjör. 

Trump var óhræddur við að segja sannleikann í líffræði, að það væru  bara tvö kyn karlar og konur. 

Það var ferskur tónn og óvægin gagnrýni á Biden óstjórnina og heldur betur tekið á loftslagsruglinu og woke hugmyndafræðinni. 

Þessi ræða Trump var sterk og vonandi tekst honum vel upp. 

Tvennt sem ég hjó sérstakelga eftir, sem var frábært. 

Trump talaði um að vinna sigur með því að þurfa ekki að fara í stríð . Einnig að Bandaríkin ættu að vera litblind en meta hvern einstakling út frá hæfi viðkomandi.

Sterk ræða og frábær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þakka þér Jón Magnússon fyrir þá djörfung þína að hrósa innsetningarræðu Donalds Trump, ræðan á sannarleg hrósið skilið.

Það var einnig athyglisvert í ræðu Trumps, þegar hann segir nánast að það sé ekki einungis Bandaríska þjóðin sem hafi valið hann heldur hafi Almáttugur Guð útvalið hann, því Hann ætli honum stórt hlutverk. Þess vegna tókst óvinum hans hvorki að losna við hann með stöðugum málssóknum né ráða hann af dögum.

Margir hafa haldið því fram að Guð hafi spáð fyrir um Trump því að Jesaja spámaður segir:

Svo segir Drottinn við sinn smurða, við Kýrus (Trump), sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð. Ég mun ganga á undan þér og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar. Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Drottinn, sem kalla þig með nafni þínu (Donald Trump), ég Ísraels Guð. Vegna þjóns míns Jakobs og vegna Ísraels, míns útvalda, kallaði ég þig með nafni þínu, nefndi þig sæmdarnafni (Forseta Bandaríkjanna), þó að þú þekktir mig ekki. Ég er Drottinn og enginn annar. Enginn Guð er til nema ég. Ég hertygjaði þig, þó að þú þekktir mig ekki, svo að menn skyldu kannast við það bæði í austri og vestri, að enginn er til nema ég. Ég er Drottinn og enginn annar. (Jes. 45:2-6).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.1.2025 kl. 01:40

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Fáum Trump til að leggja niður RÚV.

Júlíus Valsson, 21.1.2025 kl. 15:49

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki var Lúkasjenkó hrifinn :) og hann hafði nokkuð til síns máls.

Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2025 kl. 19:07

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðmundur Örn.

Jón Magnússon, 22.1.2025 kl. 10:36

5 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Július. Hann mundi ganga í málið en ekki fara í kringum allt sem er eins og íslenskir stjórnmálamenn.

Jón Magnússon, 22.1.2025 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2488162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1352
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband