Leita í fréttum mbl.is

Stelirðu miklu og standir þú hátt.

Á sínum tíma setti óþekktur höfundur fram eftirfarandi vísubrot:

"Stelirðu miklu og standir þú lágt í steininn settur verður, en stelirðu miklu og standir þú hátt í stjórnarráðið ferðu."

Nú er það svo, að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur viðurkennt a hafa tekið á móti 240 milljónum úr ríkissjóði vegna Flokks fólksins, meðvituð um að hún átti ekki rétt á að fá þessa peninga.

Greiðslan til Ingu var því ólögleg og þeir sem um málið héldu hvort heldur í fjármála- eða dómsmálaráðuneyti bera ábyrgð á því að misfara með opinbert fé með því að greiða fjármunina til aðila, sem átti ekki rétt á greiðslunni. Með sama hætti og enn frekar ber Inga Sæland ábyrgð á því að hafa móttekið og nýtt sér ríkisstyrki sem hún átti ekki rétt á að fá. 

Inga Sæland viðurkennir í viðtali við Morgunblaðið að hún átti ekki rétt á að fá eða taka við umræddum fjármunum, en þrátt fyrir það gerði hún það og nýtti þá að eigin geðþótta að því er ætlað verður, en Flokkur fólksins hefur ekki skilað ársreikningum svo sem honum ber frá árinu 2021 og landsfundur hefur ekki verið haldinn síðan 2018. 

Eftir þessa viðurkenningu Ingu Sæland á að hafa tekið og fénýtt gríðarlegar fjárhæðir úr ríkissjóði ólöglega verður ekki séð hvernig viðkomandi ráðherra telur sér stætt á því að ætla að sitja áfram sem ráðherra. Fólk hefur fokið fyrir minni sakir úr ráðherrastólum. 

Þá er það líka spurning hvernig forsætisráðherra hyggst taka á þessu máli. Samþykkir hún að ráðherra í hennar ríkisstjórn sitji áfram þrátt fyrir að hafa viðurkennt alvarlegt brot á lögum?

Allt þetta styrkjakerfi til stjórnmálaflokkana er fráleitt spillingardýki og á að leggja niður. Það bíður upp á spillingu, sem aldrei hefur veri jafn rækilega afhjúpuð og nú þegar flett hefur verið ofan af lögbrotum í sambandi við greiðslur til Flokks fólksins sem formaður hans vissi þegar hún tók við greiðslunum, að hún hefði ekki rétt til.

Hversu vel eða illa sem fólki líkar við Ingu Sæland, þá gengur ekki að hún sitji áfram í ríkisstjórn Íslands. Það gengur ekki heldur að þeir sem misfóru með fé ríkissjóðs með því að greiða fjármuni til stjórnmálaflokka án heimilda gegni óáreittir stöðum sínum eða þurfi ekki að sæta ábyrgð jafnvel þó að ráðherrar eigi þar í hlut. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 315
  • Sl. sólarhring: 591
  • Sl. viku: 4819
  • Frá upphafi: 2467770

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 4477
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband