Leita í fréttum mbl.is

Að láta verkin sitja á hakanum.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur setið í rúman mánuð.

Ríkisstjórnin á þann samnefnara með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að boða víðtækar breytingar. Munurinn er hins vegar sá, að á tveim dögum frá því að Trump tók við embætti hefur hann heldur betur látið til sín taka og sýnt að hann ætlar að efna þau kosningaloforð sem hann gaf og breyta bandarísku þjóðfélagi.

Ríkisstjórn Kristrúnar hefur ekkert gert sem máli skiptir á rúmum mánuði annað en tala fyrir breytingum án þess að láta hendur standa fram úr ermum. Þó þannig að Flokkur fólksins stendur berstrípaður úti í frostinu búinn að lofa að svíkja öll sín helstu stefnumál fyrir kosningar á meðan Trump er að hamast við að koma sínum stefnumálum í framkvæmd strax.  

Ófyrirséður vandi steðjar nú að ríkisstjórn Kristrúnar, sem er með hvaða hætti tekið verður á fjársvikamáli Ingu Sæland.

Ætli hin svonefnda valkyrjustjórn að reyna að humma það mál fram af sér og halda áfram stjórnun landsins með þeim hætti sem verið hefur, þá bætist hún í hóp þeirra ríkisstjórna sem skilja ekki eftir sig neina góða arfleifð heldur þvert á mótu. En ráðherrarnir voru þó altént í partíinu eins og forverar þeirra á undan þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eigum við ekki bara að þakka fyrir að þær dömur hafa gert jafn lítið og þær hafa gert?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2025 kl. 18:36

2 identicon

Líklega ekki sanngjarnt að miða við keisara án klæða , þó í pjõtlu klæddur sé.

Kannski að beðið sé eftir að þjóðin õskri eftir aðild að ESB?

Og þar rættist draumur Sjálfstæðisflokksins!

L (IP-tala skráð) 23.1.2025 kl. 20:12

3 Smámynd: Jón Magnússon

Jú Ásgrímur mikið rétt. 

Jón Magnússon, 23.1.2025 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 195
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1669
  • Frá upphafi: 2488355

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband