Leita í fréttum mbl.is

Heimskan og yfirlætið ríður ekki við einteyming

Sr. Bjarni Karlsson og eiginkona skrifuðu bréf til að mæra fordæmanlega framkomu vinstri woke biskupsins Mariann Edgar Budde. Engin hefði kippt sér upp við það hefði biskupinn yfir Íslandi Guðrún Karls Helgudóttir ekki tekið undir þetta rugl Budde biskups og sagt m.a.í fésbókarfærslu

"Margir eru enn óttaslegnari en áður. Hins vegar er alveg sama hvað margar tilskipanir hann (Trump) undirritar, fólk mun alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti." Mér er spurn hvaða óréttlæti, hverjir eru óttaslegnir?

Í erlendum fjölmiðlum les ég víða að þessi ræða woke biskupsins Budde og framkoma hennar þykir fordæmanleg, ókurteis og röng. 

Dálkahöfundur Daily Telegraph Michael Deacon gerir henni góð skil með þeirri kímni sem honum einum er lagið en þó þungum undirtón manns sem er ofboðin framkoma biskupsins. Grein hans er svona í lauslegri þýðingu minni: 

Aumkunarverðar árásir woke biskupsins á Trump sýnir vel af hverju hann vann. Ekkert í stefnumálum forsetans setur líf samkynhneigðra eða trans fólks í hættu. Við skulum kalla þetta vinstri sinnaðar yfirlýsingar um að Trump beri að skammast sín fyrir skoðanir sínar.

Sl. mánudag upplýsti Donald Trump að Guð hefði bjargað honum til að gera Bandaríkin öflug á nýjan leik. Nú er ég ekki guðfræðingur og get ekkert fullyrt með vissu um hvort þetta hafi verið áætlun Guðs. En í sannleika sagt þá held ég að þessi fullyrðing Trump sé mun skynsamlegri en þvaðrið sem var spúð yfir Trump af þessum biskupi.

S.l. þriðjudag mætti forsetinn í messu í Washington National Cathedral þar sem kona sem er biskup, Mariann Edgar Budde messaði og ákvað að þetta væri kjörið tækifæri til að fræða Trump um skoðanir hana á réttindum trans fólks og um innflytjendamál.

„ Leyfðu mér að gera þá lokabón hr. Forseti í nafni Guðs að þú sjáir aumur á fólki í landinu okkar, sem er hrætt núna. Þau eru hommar, lesbíur og trans börn, sem óttast um líf sitt.“

Fyrirgefðu, hvað? Ef eitthvað barn óttaast um líf sitt núna þá getur það bara verið vegna þess að það hefur hlustað á hræðsluáróður frá áköfu vinstra fólki. Ekkert af því sem Trump boðar setur líf hinsegin fólks eða trans fólks í hættu.

En meðan við erum að ræða þetta mál. Gæti biskupinn gert viðunandi grein fyrir afstöðu sinni til kynjahugmyndafræðinnar?

Trúir hún því virkilega að sum börn séu fædd í vitlausum líkama? Ef það er vitlaus líkami, þá þýðir það að Guði hafa orðið á skelfileg mistök. Telur biskupinn virkilega að Guð geri mistök? Eé svo segir hún honum það í bænum sínum?

„Kæri Guð vá það lítur út fyrir að þér hafi heldur betur orðið á í messunni einu sinni enn, að setja aðra litla stúlku í líkama lítils drengs. Ég trúi því ekki að þú haldir áfram að gera svona hræðilega vitlaus mistök. Ég sem hélt að þú værir óskeikull. Þú þarft heldur betur að taka þig á eða ég fer að aðhyllast og tigna annan guðdóm“

Ummæli hennar um innflytjendamál voru enn vitlausari.

„Sumir innflytjendur „eru hugsanlega ekki borgarar eða hafa löglega pappíra“ sagði hún forsetanum „ en mikill meirihluti þeirra eru ekki glæpamenn.“

Liggur það ekki ljóst fyrir? Trump segist ætla að reka alla sem eru glæpamenn, en ekki alla þá sem eru fæddir erlendis. Heldur biskupinn virkilega að hann ætli að reka alla sem eru fæddir erlendis úr landi eins og t.d. eiginkonu sína sem er frá Slóveníu og Elon Musk sem er frá S-Afríku.

Öll ræðan var óttaleg skammarræða einkum þegar haft er í huga að hún var nákvæmlega sú tegund af hástemmdum, yfirlætislegum kjafthætti, sem bandarískir kjósendur höfnuðu fyrir rúmum tveim mánuðum síðan í kjörklefanum. Kjósendur voru búnir að fá sig fullsadda á þessum málum og svona yfirlætislegum áminningum.

Þessi aumkunarverða árás woke biskupsinw á Trump sýnir vel af hverju hann sigraði.

Síðast en ekki síst hvað ummæli biskupsins hafa yfir höfuð eitthvaðað gera með trúarbrögð?

Ef þú getur bent mér kapítula í Biblíunni þar sem Jesús segir „Trans konur eru konur“ og fordæmir innflytjendastefnu Bandaríkjanna þá væri ég áfjáður að lesa það.

Samt sem áður þá velti ég fyrir mér hvers vegna í ósköpunumn gerði hún þetta? Hélt hún virkilega að Trump mundi bregðast við og hugsa: „Þessi stelpa í hempunni segir mikilvæga hluti. Af hverju ættum við ekki að leyfa milljónum ólöglegra innflytjenda að búa í landinu og af hverju ættum við ekki að láta stráka berjast um verðlaun í kvennahnefaleikum. Ég ætla að svíkja öll kosningaloforðin mín sem urðu til þess að ég var kosinn og stjórna eins og Kamala Harris mundi hafa gert.

Ef til vill vissi hún að þetta var fáránlegt- en sagði það samt, af því að hún vildi fá klapp frá vinstra liðinu. Sem er, við skulum horfast í augu við það, aðal ástæðan fyrir því að flest vinstra fólk segir yfirleitt eithvað.:"

Satt að segja er það sorglegt að biskupinn yfir Íslandi skuli blanda sér með þessum aumkunarverða hætti í umræðuna. En m.a.o. væri rétt að hún svaraði þeim trúmálalegu spurningum sem greinarhöfundur setti fram til Budde biskups og hvort hún hagi bænum sínum eins og dálkahöfundur velti fyrir sér að woke vinstri sinnar geri núna.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1180
  • Sl. sólarhring: 1194
  • Sl. viku: 5814
  • Frá upphafi: 2469479

Annað

  • Innlit í dag: 1042
  • Innlit sl. viku: 5315
  • Gestir í dag: 931
  • IP-tölur í dag: 884

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband