Leita í fréttum mbl.is

Hvað með Kúrda?

Kúrdar eru þjóð, sem býr í fjallahéruðum Tyrklands, Sýrlands, Íran og Írak. Öldum saman hafa þeir verið kúgaðir og sviptir mannréttindum. Nú sækja vígasveitir á mála Tyrkja að þeim með blessun Erdogan forseta og stuðningi hans.

Í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi náðu Kúrdar að njóta sjálfstjórnar. Vesturlönd, Bretland og Bandríkin mega þakka þeim fyrir að hafa náð að sigrast á ISIS hryðjuverkasamtökunum. Ríki ÍSIS leið undir lok ekki síst vegna hetjulegrar baráttu Kúrda.

Staða Kúrda hefur verið vernduð af þúsund manna bandarísku herliði í Sýrlandi. Hvað gera þeir nú?

Í fangelsum Kúrda eru þúsundir Íslamskra hryðjuverkamanna, sem voru handteknir þegar ríki Íslam(ISIS) var sigrað 2017. Herði Tyrkir sóknina gegn Kúrdum er hætt við að Kúrdar geti ekki lengur gætt þessara hryðjuverkamanna.

Hvað ætla Vesturlönd að gera? Hvað ætlar Trump að gera? Ef Trump er sjálfum sér samkvæmur lætur hann Erdogan heyra, að Bandaríkin sætta sig ekki við að hann fari með hernaði á hendur þessum traustu bandamönnum og hlutaðist til um það að tryggja frelsi, sjálfstjórn og mannréttindi Kúrda í Sýrlandi. 

Vesturlönd hafa siðferðilega skyldu til að vernda Kúrdíska bandamenn sína í Sýrlandi og verða að gera Erdogan ljóst, að þau munu ekki hverfa frá stuðningi við Kúrdíska sjálfstjórn í Sýrlandi og muni verja hana með hernaði ef þörf krefur. 

Meira þarf til. Vestræn ríki eiga að gangast fyrir því að losa Kúrda úr ánauð og gera sitt til að sjálfstætt Kúrdistan verði að veruleika. Áfamhaldandi kúgun Kúrda á ekki að líða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Reyndar kom þetta sama upp á í fyrri valdatíð Trumps. Hann taldi sig ekki þurfa að launa Kúrdum aðstoðina þá. Þá sagði varnarmálaráðherra hans af sér vegna þess að svona þökkuðu menn ekki fyrir sig. Vonandi bregst hann betur við að þessu sinni.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.1.2025 kl. 12:38

2 Smámynd: Jón Magnússon

Meðal annars þess vegna er ég að skrifa þetta Einar. Ég er að vona að hann bregðist betur við núna og átti sig á að hinn frjálsi heimur mun fordæma það að Bandaríkin hviki nú fyrir útþennslu- og árásarstefnu Erdogan.

Jón Magnússon, 27.1.2025 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 671
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6407
  • Frá upphafi: 2473077

Annað

  • Innlit í dag: 608
  • Innlit sl. viku: 5836
  • Gestir í dag: 583
  • IP-tölur í dag: 570

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband