Leita í fréttum mbl.is

Skynsamleg og óeigingjörn ákvörðun Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti því yfir í Kastljósi í kvöld, að hann muni ekki gefa kost á sér sem formaður. Guðlaugur nefnir þá ástæðu helsta, að það sé heppilegt fyrir Flokkinn, að þeir sem hafi leitt fylkingar og verið í átökum vinni að því að góð samstaða verði um að að velja formann, sem getur sameinað Flokkinn og góð samstaða getur orðið um.  

Jóhann Hafstein orðaði það svo í upphafi eins Landsfundar þegar harðar var tekist á um menn en málefni, að það væri enginn maður svo merkilegur að Flokkurinn væri ekki miklu merkilegri. 

Þar sem Guðlaugur hefur í raun stigið til hliðar í bili og mælt fyrir um einingu í Flokknum, þá er eðlilegt að flokksfólk einhendi sér í það að finna frambjóðanda eða frambjóðendur sem eru líklegir til að geta náð víðtækri sátt í Flokknum og reka málefnabaráttuna af krafti.

Þessi afstaða Guðlaugs var manndómsbragð, sem hann á þakkir skyldar fyrir og vonandi gengur sú ósk hans og okkar eftir að Flokkurinn nái vopnum sínum sameinaður undir styrkri stjórn öflugs formanns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Gott hjá GÞÞ! Nú þarf Áslaug Arna átta sig á því sama. Hún tilheyrir fortíð flokksins, ekki framtíð.

Júlíus Valsson, 5.2.2025 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4349
  • Frá upphafi: 2524836

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 3941
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband