Leita í fréttum mbl.is

Ellert Schram

Það er sárt að sjá á eftir góðum vinum og Ellert B.Schram var góður vinur minn, sem ég mat mikils allt frá því að við störfuðum saman sem ungir menn á vettvangi ungra Sjálfstæðismanna.

Það gustaði af Ellert og hann var hugsjónamaður og málafylgjumaður. Hann varð formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á miklum umbrotatímum, þar sem unga fólkið lét mikið til sín taka. Ellert bar af sem tækifærisræðumaður og var manna skemmtilegastur.

Breyttur lífstíll, gildismat unga fólksins kom þeim eldri á óvart og það var viðfangsefni okkar ungra sjálfstæðismanna á þeim tíma, að kalla fram breytingar á flokki og í flokksstarfi, sem svaraði kalli nýrrar kynslóðar, þannig að við sjálfstæðisfólk yrðum áfram í fararbroddi með hugmyndafræði frelsis gegn  ógnarveldi og helsi kommúnismans. Bábiljur kommúnismans átti á þessum tíma töluvert fylgi ungs fólks eins og svo oft svo furðulegt sem það er.

Við kröfðumst öflugra flokksstarfs og aukins lýðræðis innan flokks sem í þjóðfélaginu. Við náðum að virkja miðstjórn flokksins, sem áður hafði sætt einokun þingflokksins. Við náðum fram breytingum á vali frambjóðenda flokksins til þings og sveitarstjórna m.a. með prófkjörum. Allt varð það til að Sjálfstæðisflokkurinn átti um langt skeið um helmingsfylgi meðal ungs fólks. Þessari baráttu stýrði Ellert með miklum ágætum. 

Við áttum síðan samleið sem vinir alla tíð, þó að leiðir skildu pólitískt hvað flokka varðar þá fylgdum við báðir samt alla tíð hugsjónum lýðræðis, frelsis og jöfnuðar. 

Við Ellert og Friðrik Sóphusson áttum virkt samstarf sem ungir Sjálfstæðismenn og gegndum formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna hver á eftir öðrum og vorum vinir. 

Síðustu árin hefur verið ómetanlegt fyrir okkur þrjá að hafa getað átt góðar og notalegar samverustundir á stundum, en okkur var ljóst að það hallaði þá undan fæti hjá vini okkar Ellert. 

Það er mikill missir að sjá á eftir okkar góða vini. Missirinn er samt mestur hjá Ágústu og börnum, sem hér eru sendar hugheilar samúðarkveðjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðing fyrir Ellerti!

Minnistæður!

þessi gaur vissi sitt að hvoru tagi!

L (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 2143
  • Frá upphafi: 2505000

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2018
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband