Leita í fréttum mbl.is

Okkar er réttlætið.

Í kosningabaráttunni í Þýskalandi krefjast sósíaldemókratar að stjórnmálaflokknum Valkostur fyrir Þýskaland(AFD) (Alternative für Deutschland) verði haldið fyrir utan allt og enginn stjórnmálaflokkur vinni með þeim.

Skv. skoðanakönnunum mælist fylgi AFD 22% en sósíalistanna 17%, samt  telja sósíalistarnir það lýðræðislegt að flokkur sem hefur fylgi um fjórðung kjósenda og er stærri en þeir sjálfir, verði haldið frá öllum lýðræðislegum áhrifum. 

Hvað réttlætir að svonefndur lýðræðislegur stjórnmálaflokkur í lýðræðislandi hossi sér svo í háhæðum, að hans eins sé mátturinn og dýrðin og geti og megi segja til um hvort að skoðanir annarra séu hæfar eða óhæfar. Er rétt eða lýðræðislegt að virða skoðanir fjórðungs kjósenda að vettugi. 

Hvað hefur svo AFD til saka unnið? Raunar ekki annað en að segja sannleikann um alvarlega stöðu Þýskalands vegna allt of margra hælisleitenda. Þann sannleik telja sósíaldemókratar víðast hvar í Evrópu að megi ekki segja og rétt sé að refsingar liggi við að segja sannleikann hvað það varðar. 

Sama heilkenni einkaréttar á "réttlæti og dyggðum" gerir líka vart við sig hjá íslensku vinstri flokkunum. Á sama tíma er athyglisvert að íslenskir kjósendur höfnuðu öllum þeim flokkum sem barist hafa hvað harðast fyrir opnum landamærum, VG, Pírötum og Sósíalistum.  Segir það einhverja sögu um vilja íslendinga?

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tólf?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.2.): 547
  • Sl. sólarhring: 1191
  • Sl. viku: 5165
  • Frá upphafi: 2483474

Annað

  • Innlit í dag: 504
  • Innlit sl. viku: 4800
  • Gestir í dag: 490
  • IP-tölur í dag: 470

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband