Leita í fréttum mbl.is

Heitt eða kalt

Í stórblaðinu Financial Times (FT) í gær var frétt um að rannsóknir ákveðinna vísindamanna sýndu, að  hitastig mældist hærra en fyrr og nýliðinn janúar hefði verið  meiri en viðmið Parísarsamkomulagsins um hlýnun á öldinni. Vísindamennirnir eru að sjálfsögðu gildir prelátar loftslagskirkjunnar.

Í sama blaði var grein,þar sem fjallað var um þrjá einstaklinga sem hefðu dáið úr kulda vegna þess hve kalt hefði verið í miðvesturríkjum Bandaríkjanna í janúar. 

Svo kom frétt um að verð á gasi í Evrópu væri það hæsta í meir en tvö ár vegna mikilla kulda í norðvestur Evrópu og Asíu í janúar og spáð væri áframhaldandi kulda sem mundi auka eftirspurnina og valda enn auknum verðhækkunum á gasi.

Hvar er nú hitinn sem prelátar loftslagskirkjunnar mæla. Það er greinilegt að mælar loftslagskirkjunnar mæla eftir hentugleikum með sama hætti mælar og svikamylla loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna sem var afhjúpað á sínum tíma fyrir að ljúga vísvitandi um mikla bráðnun í Himalajafjallgarðinum. Sennilega taka þeir Sölva heitinn Helgason lífskúnstner á þetta.

Er ekki kominn tími til að segja sig frá Parísarsamkomulaginu og hætta að skattleggja neytendur og greiða milljarða í þessa svikamyllu loftslagskirkju og Davos miljarðamæringa.

Fréttin um kuldana í Evrópu er raunveruleg og það sem fólkið finnur. En hitametin eru bara á hitamælum sanntrúaðra. 

Er ekki kominn tími til að segja sig frá þessari vitleysu og hætta að senda milljarða af skattfé einstaklinga í þetta rugl. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað á að einfaldlega setja þessa loftlagstrú á bókasafnshilluna með nornabrennunum, Jarðmiðjukenningunni, COVID-19 aðgerðunum og Rússagrýlunni.

Geir Ágústsson, 12.2.2025 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 981
  • Sl. viku: 4295
  • Frá upphafi: 2529355

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3944
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband